Blik - 01.05.1967, Page 135
BLIK
133
tíma og vangaveltur létu þau til-
leiðast.
Vorið 1847 (7. apríl) var hinum
dariska lækni, P. A. Schleisner falið
að stofna fæðingarstofnun í Vest-
mannaeyjum og hefja þar jafnframt
rann'-óknir á orsökum giriklofans.
Um h'austið tók fæðingarstofnunin
til starfa (fyrsta barn fæðist þar 25.
sept). Arið eftir var rannsóknum
þessum lokið.
Læknirinn segir í bók sinni, er
hann skrifaði um Islandsferð sína, að
23 konur hafi fætt undir handar-
jaðri h’ans þá mánuði, er hann
dváldist í Vestmannaeyjum við rann-
sóknarstörf sín. Þar af hafi 7 mæð-
ur ekki getað mjólkað börnum sín-
um eða „gefiS þeim brjóst, sökum
þess að vartan var fallin inn. Orsak-
ir: Of þröngur klæSnaður um brjóst-
in".
Eg drep á þetta hér til þess að gefa
dálitla hugmynd um þá erfiðleika,
sem ljósmóðirin hafði við að stríða
í starfi sínu. Nýfæddu börnunum
stafaði sem sé ekki aðeins hætta af
fátæktinni og sóðaskapnum. Klæða-
tízkan var hér einnig þrándur í götu.
Arið eftir kömu sína hingað, eða
1848, hvarf Schleisner læknir af
landi burt og læknislaust varð í Eyj-
um. Læknirinn hafði lokið r’annsókn-
um sínum, og árangur þessa starfs
þeirra læknisins og Ijósmóðurinnar
var undraverður. Barnadauðinn
minnkaði þegar á árinu 1849 niður
í 5 af hundraði eða um það bil 62%.
Flest þeirra barna, sem dóu í Eyjum
úr ginklofa árið 1849—1850 fædd-
ust ékki í fæðingarstofnuninni held-
ur heima, hver svo sem ástæðan
kann að hafa verið.
Enginn læknir settist að í Eyjum
fyrstu árin eftir veru P. A. Schleisn-
ers læknis þar. Þá var Solveigu Ijós-
móður fálið að annast þar sjúkt fólk,
veita því læknishjálp éftir beztu getu
og kunriáttu, þar til læknir settist þar
að.
Arið 1852 gerðist danski læknir-
inn Ph. Th. Davidsen héraðslæknir
í Vestmannaeyjum og fék’k inni í
Steirishúsi (síðar bar það nafnið
Pétursborg). Það var eitt lélegasta
tómthúsið í Eyjum, og þá 30 ára
gamalt. Davidsen læknir lézt í Vest-
mannaeyjum eftir 8 ára dvöl þar
(1860).
Aftur féll það í hlut Solveigar
ljósmóður að gegna læknisstörfum í
byggðarlaginu, þar til læknir feng-
ist til þess að setjast þar að. Þannig
liðu þrjú ár. Árið 1863 settist Magn-
ús Stephensen cand. méd. og chir. að
í Eyjum, gerðist þar héraðslæknir.
Hann lézt eftir 16—17 mánuði.
Þá féll enn í hlut ljósmóðurinnar
að annast læknisstörfin í héraðinu.
Á sjálfa sig varð hún að treysta í
öllu sínu starfi. Þar var hvergi í ann-
að hús að venda, hvað sem að hönd-
um bar. Mættum við hvarfla huga til
nútímans og bera saman aðstöðu
ljósmæðra hér nú og þá?
Haustið 1865 fluttist Þorsteinn
Jónsson læknir til Véstmannaeyja.
Hér var hann síðan héraðslæknir í
40 ár, — þar af 38 ár skipaður —,
eða þar til 1905.