Blik - 01.05.1967, Side 136
134
BLIK
Árið 1841 kom til Vesrmanna-
eyja sigldur Islendingur, Matthías
Markússon „Snedker", lærður tré-
'smíðasveinn, sem farið hafði víða
um erlendis, eftir að hann lauk tré-
smíðanámi í Kaupmannáhöfn. Þann-
ig jók hann þekkingu sína á lífi og
starfi fólks, bæði víðsvegar í Dan-
mörku og Þýzkalandi. Það var á ár-
unum 1838—1840. Til þeirrar far-
ar fékk hann sérstákt vegabréf
(Vandrebog), er „Snedker-Svend
Marhias Thordersen" fékk í Kaup-
mannáhöfn 4. des. 1838. Þar eru
skráð þéssi helztu einkenni á hinum
íslenzka trésmíðasveini: Hár vexti
og svarar sér vel um gildleikann;
hárið jarpt, augu blá og munnur og
nef „almindelig". Þá var Matthías
29 ára. („Vandrébog" Matthíasar
Markússonar er nú geymd í Byggð-
arsafni Vestmannaeyja, ásamt alin-
máli dönsku, sem hann átti og tré-
blýanti. Allir þessir hlutir eru gjöf
frá Ragnari ráðunaut, dóttursyni
hans).
Matthías Markússon var Véstfirð-
ingur, sonur séra Markúsar Þórðar-
sonar á Álftamýri við Arnarfjörð
Olafssonar lögsagnara á Eyri í Seyð-
isfirði vestra. Kona séra Mar'kúsar og
móðir Matthíasar var Þorbjörg Þor-
váldsdóttir hrepþstjóra Sveins'sonar.
Matthías var 32 ára, er hann
settist að hér í Vestmannaeyjum, f.
3. júní 1809.
Hinn lærði „Snedker-Svend",
Matthías Markússon, og Solveig ljós-
móðir felldu hugi saman. Þau giftust
24. o'kt. 1845 og fengu inni til bú-
ákapar í Kornhól, þar til þau byggðu
eigið hús.
Nokkur vafi héfur leikið á því,
hvenær hjónin Matthías og Solveig
byggðu íbúðarhús sitt, sem þau köll-
uðu Landlyst. En nú er vissa fengin
fyrir því. I umræddu vegabréfi er
þetta skráð á bls. 8, auðri bls. annars:
„1848 bygð Landlyst. 1850 bygð
Stiftelsen með einum gafli í vestri
enda". Tveim árum síðar láta dönsku
stjórnarvöldin Matrhías Markússon
byggja yfir Fæðingarstofnunina við
ve'sturenda Landlystar, áfast við
íbúðarhúsið að vestanverðu.
(Sjá grein um Landlyst í Bliki
1960).
Þá þótti ákjósanlegt, að Fæðing-
arstofnunin væri staffrækt sem allra
næst heimili ljósmóðurinnar, sem
hafði í rauninni veg og vanda áf ö'llu
daglegu starfi þar og heilsugæzlu,
annaðist sængurkonurnar svo að
segja dag og nótt, hafði eftirlit með
fæði þeirra og allri hjúkrun, og svo
nýfæddu börnunúm, fæðslu þeirra
og klæðnaði, — hvítavoðum. Allt
þurfti að gera með ítarlegri athugun
og gát, því að hér var um rannsókn-
aritofnun að ræða. Stafaði ginklof-
inn óbeint af fæði móðurinnar, með-
an hún lá á 'sæng? Eða ollu hvíta-
voðirnar eða reifarnar sjúkdómnum?
Þetta vissi enginn fyrst í stað. Sol-
veig Ijósmóðir og dr. A. Schleisner
unnu saman að rannsókn þessari.
Allur þvottur var „breiddur á blæ"
í Eyjum á þessum tíma eða þurrkað-
ur á steingörðum, sem mold fauk
yfir í þurrastormum.