Blik - 01.05.1967, Page 138
136
BLIK
Landlysi. (Þetta mun vera elzta mynd, sem til er af húsinu).
lyfsali í Chicago í Ve-turheimi, var
í fæði í Holti veturinn 1877—1878,
er hann stundaði riám í Lærða skól-
anum og stefndi að stúdentsprófi.
„V estmannaeyj astrákarnir" Gís’li
BrynjólfsSon prests á Ofanleiti, síðar
læknir í Kaupmannahöfn, og Láru's
Árnason frá Vilborgarstöðum, 'sváfu
saman í litlu herbergi í námunda við
heimili þeirra Holtshjóna en höfðu
aðhlynningu og fæði (a. m. k. Lárus)
hjá þeim hjónum við Skólavörðu-
stíginn.
Góðvildin og vinarhugur hjón-
anna í Ho'lti og barna þeirra var þéss-
um skólapiltum úr Vestmannaeyjum
ómetarilegt, meðan þeir dvöldust við
námið svo fjarri sínum.
Minningarljóð, sem ort var á sín-
um tíma eftir Solveigu ljósmóður,
hefur mér áskotnazt. Því miður er
mér það ókunnugt, hver orti. Ég bið
Blik að geyma það til minningar um
hina mætu konu og hið mikilvæga
’starf, er hún innti af hendi hér í
byggð.
Með trú og dyggð sitt skylduverk hún vann,
já, vann, og þreytt en örugg dauðans beið,
því mannást skær í brjósti brann,
og blys það var, sem lýsti hennar skeið.
Hún græddi tíðum margra sjúkra mein,
en meira bætti höndin ör á laun,
því hjartað tryggt var gull-lind heit og hrein.
sem hugga vildi og lækna hverja raun.
Hún trúði því og treysti alla stund,
að tæki annað betra líf oss við,
sú sigurvon var sól í hennar lund,
er signdi hana og veitti henni frið.
Leggst nú til hvíldar
frá lífsins starfi
aldurhnigin
öðlingur kvenna
SOLVEIG PALSDOTTIR
yfirsetukona