Blik - 01.05.1967, Page 145
BLIK
143
sonar og Soffíu Andersdóttur. Gísli
hafði þá látið byggja við íbúðarhús
sitt og hækkað það um aðra hæðina
til þess að geta leigt þar sýslumanns-
hjónunum. Þau fluttu að Hlíðarhúsi
1883. Þaðan fluttu svo sýslumanns-
hjónin að Yilborgarstöðum árið eft-
ir. Þar fengu þau inni í Norðurbæn-
um, en Sigurður Sigurfinnsson skip-
stjóri hafði byggingu fyrir þeirri
jörð. Hann bjó sjálfur í Boston, í
þéttbýlinu nálægt höfninni. í Norð-
urbænum á Vilborgarstöðum bjuggu
síðan sýslumannshjónin, þar til þau
fluttust burt úr Eyjum.
Norðurbærinn á Vilborgarstöðum
var byggður úr grjóti, torfi og timbri.
Bærinn var byggður í tveim lengj-
um. Tvær burstir sneru fram á hlað-
ið, og skyldi timburveggur húslengj-
ur þessar að. Suður- og Norðurvegg-
ur voru hlaðnir upp úr grjóti og
torfi. Á þökunum var timburklæðn-
lng lögð tjörupappa. I suðurhúsinu
(Suðurbænum) voru tvær stofur, en
i norðurbænum ein stofa, eldhús og
lítið herbergi.
A Vilborgarstöðum fæddist þeim
hjónum trvö börn, sveinarnir Kjart-
an, f. 26. sept. 1884 og Kristian, f.
28. sept. 1887. Hinn síðari lézt hvít-
voðungur.
Elzti sonur þeirra hjóna var
fermdur 22. júní 1890. Þá hugðu
þau honum nám í Lærða skólanum
t Reykjavík. En hvernig varð þeim
það kleift að kosta hann til náms í
Reykjavík, koma honum þar fyrir
°g greiða fyrir hann þar húsnæði,
fæði o. fl., sem menntaskólanemi
Synir Aagaardshjónanna
Aftari röð f,' v.: Christen Anton Sophus
og Otto Grandjean. — Fremri fr,': v.:
Gunnar og Kjartan.
Gunnar Aagaard
Hann fœddist að Uppsölum í Eyjum 7.
jan. 1878. Hann var lyfjafrceðingur að
menntun og starfi.
Otto Aagaard
llann fœddist að Uppsölum í Eyjum
21. okt. 1881. Hann var tannlxknir að
menntun og starfi.
Kjartan Aagaard
Hann fceddist í Norðurbcenum á Vil-
borgarstöðum 26. sept. 1884. Lauk
stúdentsprófi við Efterslcegtselskabets
Skole í Kaupmannahöfn 1903, cand.
phil. 1904, cand. jur. 1909. Og gerðist
bcejarfógetafulltrúi í Horsens 1910.
Varð fulltrúi í Rigsadvokaturen 1919 og
sakadómari í Vejle 1. maí 1925.
þurfti með? Nei, með þeim launum,
sem sýslumaðurinn í Vestmannaeyj-