Blik - 01.05.1967, Side 147
BLIK
145
sýslumaður gaf tilefni til þess, að
Gunna orti eftirfarandi vísu til háð-
ungar hinum danska sýslumanni,
sem var hið mesta ljúfmenni og
hafði vissulega ekkert til hennar
lagt, því að sízt sýndi hann alþýðu
manna hér valdsmannsrembing eða
stærilæti.
En vísa þessi er þannig:
„Sulturinn gerir sætan mat,
sja má það á halnum,
þegar kjálka gamalt gat
gandelið kaus af hvalnum.
Lille fanden, lille fanden
langar mjög í spik.
Gefið honum gandelið af hvalnum;
sýslumanni, sýslumanni
svoddan hæfir prik."
Orðið gandel þýðir æxlunarlim-
ur hvals og er skylt orðunum gandur
og göndull.
Táknrænt um skaplyndi Aagaards
sýslumanns og þroska er svar hans,
þegar vísan var flutt honum. Hann
sagði: „Jæja, kerlingargreyið, hún
hefur viljað gefa mér gott göngu-
prik." Sýslumaður setti sig inn í sál-
arlíf Gunnu Pálu og fannst ekki
taka því að hlaupa upp á nef sér, þó
að hún sýndi honum litla virðingu
fremur en svo mörgum öðrum. Líf-
ið hafði leikið hana grátt. Það vissi
sýslumaður. Hann fann því fremur
til með henni en hitt, að hann gæti
reiðst henni. Það er þroskamerki
hins göfuga manns.
Frú Agnes Aagaard, sýslumanns-
frú í Vestmannaeyjum og síðar birki-
dómarafrú í Fanö í Danmörku var
sérstök gæðakona, léttlynd, góðvilj-
uð og aíþýðleg.
Rrú Aaagaard og Jónína húsfreyja
á Vestri-Löndum kynntust náið þau
16 ár, sem frú Aagaard dvaldist í
Eyjum. Þar bundust vináttu- og
tryggðabönd, sem héldust óbreytt
um árabil eða þar til Jónína húfreyja
féll frá (1906). Frú Aagaard bar
ávallt hlýjan hug til Eyjanna og
íslenzku þjóðarinnar í heild eftir
dvölina hér. I bréfum sínum til frú
Jónínu ræddi hún stundum um fá-
tæktina og eymdina á öllum sviðum
heima í Eyjum og íét í ljós, að hún
hefði í rauninni ekki skilið, hve það
allt var bágborið fyrr en hún settist
að í Danmörku með manni sínum
og börnum.
Marga fatáböggla sendi frú Aa-
gaard vinkonu sinni á Vestri-Lönd-
um með pósts'kipinu Lauru. Þau föt
skyldi hún nota handa sér og sínum
eða gefa þau fátækum, eftir því sem
þau gátu komið að mestum og bezt-
um notum. Stundum launaði frú
Jónína þessar fatasendingar með bví
að senda frú Aagaard saltfisk eða
sauðskinn, — vörur, sem voru lítt fá-
anlegar í Danmörku eða kostuðu þar
mikla peninga.
(Efni þessarar greinar um Aag-
aardshjónin hefi ég tínt saman úr
einkabréfum og minnisgreinum, sem
góðviljað fólk hefur lánað mér eða
gefið. Kann ég því hjálplega og
góða fólki alúðarþakkir fyrir.
Saga einstaklingsins er ívaf heild-
arsögunnar).
10