Blik - 01.05.1967, Page 148
146
BLIK
Sophus Aagaard,
lögreglustjóri t Odense.
Hann fœddist í Nöjsomhed í Eyjum (sjá
Blik 1960) 20. júní 1876. Ólst upp t
Vestmannaeyjum til fermingaraldurs.
Gekk í Latínuskólann (Menntaskól-
ann) í Reykjavík veturinn 1890—1891.
Lauk stúdentsprófi við Menntaskólann
í Ripum í Danmörku 1896, cand. phil.
1897 og cand. jur. 14. febr. 1903. Sama
ár var Sophus settur bcejarfógetafulltrúi
í Skive.
Ári8 1919, 1. okt., var Sophus Aag-
aard skipaSur lögreglustjóri í Odense-
héraSi.
Sophus Aagaard kvcentist 4. april
1904 Johanne Lauridsen, dóttur N. A.
Lauridsen yfirkennara í Nordby á Fanö.
Sophus Aagaard var 14 ára gamall,
þegar móðir hans flutiist me8 þá Lrcel-
ur til Reykjavíkur til þess a8 greiða þeim
aSgang a8 skólum. A8 sjálfsögðu gekk
Sophus hér í barnaskólann og lauk hér
barnaskólanámi. En jafnframt því að
ganga í barnaskólann kenndi Arni Fil-
ippusson i Asgarði drengnum heima og
bjó hann sérstaklega undir menntaskóla-
námið.
Tugir <ra liðu.
I júlí-mánuði árið 1931 steig hér á
land í Eyjum dönsk stúlka. Ellen Aag-
aard kvaðst hún heita og var dóttir
Aagaards lögreglustjóra í Odense. Hún
var að vitja bernsku- og ceskuslóða föð-
ur síns. Ellen Aagaard dvaldist hér um
skeið og heimsótti ýmsar fjölskyldur,
sem Aagaards-fjölskyldan hafði verið
kunnug og handgengin, þegar sýslu-
mannshjónin áttu hér heima. Meðal
þeirra fjölskyldna voru hjónin í Asgerði
Arni Eilippusson og Gíslína Jónsdóttir.
Hinn 13. marz árið eftir (1932)
skrifaði Sophus Aagaard lögreglustjóri
Arna Filippussyni hlýlegt og vinsamlegt
bréf. Hann ávarpaði Arna: „Min kcere
gamle Lcerer". Síðan þakkar hann Arna
og fjölskyldu hans fyrir hlýlegar móttök-
ur veittar dótturinni. Svo segir LögregLu-
stjórinn: „Ncest hinni dugmiklu móður
minni, sem lézt 1929, á ég yður mest að
þakka þá undirstöðuþekkingu, sem mér
var nauðsynleg tiL framhaldsnáms, em-
bcettisprófs og frama”.
A öðrum stað (í grein um byggð og
líf í Eyjum á uppvaxtarárum hans)
segir þessi íslenzki Dani: Danmörk er
land feðra minna, en Island er fceðingar-
land mitt, og römm er sú taug, sem
tengir mig bernskulandinu, þar sem ég
lifði hamingjusömti lífi. Mér er það á-
ncegja og gleði að vera þannig bundinn
þessum löndum. Bceði þjóðernin eiga tök
í mér og hafa mótað mig og markað,
svo að ég er hvorki hreinrcektaður Dani
né lslendingur. Þess vegna kalla Danir
mig lslending og hið gagnstceða mundi
ég verða álitinn þar heima. Þannig telur
hvorug þjóðin sig eiga mig.