Blik - 01.05.1967, Page 149
Þorsteinn Þ. Víglundsson:
Jónas skáld Þorsteinsson
Æviágrip og nokkur Ijóðmæli
í íslenzkum húsgangi segir svo:
Oft eru skáldin auðnusljó,
um það ganga sögur.
Þessi húsgangshluti er ekki eldri en
svo, að hagyrðingurinn, sem gerði
vísuna, gat hafa haft í huga t. d. séra
Jón á Bægisá, Bólu-Hjálmar, Jónas
Hallgrímsson, Sigurð Breiðfjörð,
séra Pál skálda Jónsson, Símon Dala-
skáld o. s. frv. Ef til vill er höfund-
urinn einn af þessum skáldum, er
ég nú nefndi. Það ber skáldfróðum
mönnum ekki saman um, skilst mér.
Geir 'biskup skrifaði um séra Pá.
skálda: „Eðlisgáfur hans eru af-
bragðsgóðar, og jafnframt er hann
einn okkar beztu skálda, þeirra, sem
nú eru uppi, en eins og oft vill verða
utn skáldin, er hann engin hörku-
fjárgæzlumaður og nokkuð reikull í
ráði.”
gladdi mig stórlega að ísland fékk
tjálfstcsði og ég óska og vona, að þróun-
tn verði sú, að íslenzka þjóðin verði þátt-
takandi í samvinnu brieðraþjóðanna á
Norðurlöndum og þar jafnrétthár aðili
hverra hinna. Sophus Aagaard.
Þegar við kynnum okkur af alúð
líf og lyndi þessara andans manna,
eins og við komumst stundum að
orði um skáldin okkar, sem við eig-
um svo ómetaniega mikið að þakka,
freistumst við þá ekki til að álykca
sem svo, að skapanornirnar hafi æði
oft horn í síðu skáldskapargáfunn-
ar? Ef til vill er skáldskapargáfan
svo rúmfrek í hugarhöfn og gáfna-
túni, að hinir beztu eðliskostir skap-
hafnar rúmist þar ekki! Skyldi það
t A
fónas Þorsteinsson
v_____________________________________j