Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 150
148
BLIK
geta verið orsök þess t. d., að alltof
mörg skáld og önnur gáfnaljós reyn-
ast hörmulega ístöðulaus og andiega
aflvana gegn ásókn og freistingum
Bakkusar og annarra nautnalasta,
sem því miður hafa oft lagt líf þeirra
í rústir?
Vissulega eykur það skilning og
vit, viðsýni og þroska ungu kynslóð-
arinnar í landinu að kynnast per-
sónusögu okkar mætustu manna.
Ekki síður er það þroskandi íhugun-
arefni að reyna að skilja hina fyrir-
ferðarminni þjóðfélagsþegna, fá-
tæklinga og umkomuleysingja, hina
„minnstu" af meðbræðrunum, kynna
sér og öðlást t. d. skilning á brsök
auðnu- og umkomuleysisins. Var
hana að finna í skaphöfn einstakl-
ingsins eða þjóðfélagsaðstæðum,
eða þá hvorutveggja, sem oftast mun
vera staðreyndin?
Já, persónusagan er mikilvægur
og snar þáttur í þjóðarsögunni og
ef til vill sá þátturinn, sem vænleg-
astur er til aukins skilnings á mann-
legu lífi, — mannlífinu í heild,
leyndum þess og lögmálum, duld
þess og dulmögnun. Fátt mun frem-
ur veita æskulýðnum aukinn þroska
og andlegt viðsýni en ævisagan, ef
hann fæst til þess að íhuga hana,
gera sér þar grein fyrir orsökum og
afleiðingum.
Þegar ég var unglingur, kynntist
ég öldruðum gáfumanni, sem var
skáld. Ef til vill var hann fleiri snilli-
gáfum gæddur. En hann var auðnu-
lítill og hafði verið það meiri hluta
ævinnar, fátækur og lítils metinn.
Hann naut sín og gáfna sinna aldrei
sem skyldi. Til þess lágu óviðráðan-
legar orsakir, sem ég skildi ekki þá,
en skil nú, — orsakir, sem áttu ræt-
ur að rekja til skaphafnar hans og
manngerðar annars vegar og þjóð-
félagsmeina hins vegar og náttúru-
hamfara, sem þjóðinni í heild var þá
um megn að sigrast á eða verjast
skaða af, svo að bættur yrði.
Þessi aldurhnigni gáfumaður var
skilningsríkur og glöggur á kosti
mannlegrar sálar og eins hitt, sem
miður var í hugarlífi og fari manna
og leiddi þrátt til óhamingju með-
bræðranna. Allt þetta skil ég nú
betur og íhuga af meiri gaumgæfni
með árum og aldri. Hlutina sjáum
við oft betur eftir á.
Eg minnist síðustu stundarinnar,
er við ræddumst við. Það var vorið
1921. Hann talaði af langri lífs-
reynslu og bei^kri, — athugull, víð-
sýnn og góðviljaður mér, þroskalitl-
um ungum manni, forsjállitlum en
framsæknum.
Hann hafði aldrei framsækinn
verið um dagana, framtakslítill og
fátækur, andlega kraminn og kúg-
aður af langvarandi óblíðum örlög-
um og basíi, sem vanþróað þjóðfé-
lag og miskunnarlaus náttúruöfl áttu
drýgstan þátt í.
Nú fannst honum það eitt eftir að
miðla ungum manni af reynslu sinni,
vekja hann til íhugunar um mál og
mæti framtíðarinnar, sem leiða
mætti til gæfu og gengis honum,
sem han gerði ráð fyrir að ætti langt
líf framundan.