Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 151
BLIK
149
Þessi aldraði vinur minn hafði þá
nýlega komið inn á heimili kunn-
ingja okkar beggja. Eftir þá heim-
sókn gat hann ekki orða bundizt og
létti þarna á hjarta sínu hjá mér
undir fjögur augu.
Hann tjáði mér, hvers hann hafði
hafði orðið áskynja um hátt og fram-
komu þessa kunningja okkar gagn-
vart eiginkonu sinni og börnum.
Þangað rakti hann síðan fyrir mér
al!a ógæfuna og óhamingjuna, sem
grúft hafði lengi yfir þessu heimili
kunningja okkar. Honum var mikið
niðri fyrir, og ég hlustaði með á-
fergju og íhygli, eftir því sem þroski
minn og skilningur hrökk til. Og
það er bezt ég segi það úr því sem
komið er, að þessi samræðustund
hefur orðið mér og heimili mínu ó-
metanleg blessun í löngu hjúskapar-
lífi. Svona getur það stundum verið.
Enginn veit á hvaða stundu mælt er,
og allt bíður síns tíma.
Nú spyrð þú eðlilega, lesari góð-
ur: 'Hver var mergurinn málsins í
þessum umræðum hins aldraða vinar
þíns? — Hann gerði ráð fyrir, að
eg ætti langt líf framundan, — einn-
ig hjúskaparlíf, og hollt mundi mér,
unga manninum, að hugleiða hætt-
urnar og agnúana, hnoðrana og
hnökrana, sem stundum myndast
?mám saman á hjúskaparþráðinn,
sambandið milli hjónanna, oft af
einskæru skilnings- og samúðarleysi
eiginmannsins gagnvart eiginkonu
°g ræktarleysi við heilbrigt og ást-
úðlegt tiífinningalíf. Stundum eiga
þau bæði sök á þessum mistökum og
þeirri óhamingju, sem af þeim sprett-
ur, sagði hann.
Hver sá, sem kynni að lesa þessi
fátæklegu orð mín, er vissulega sér
um sefa. Hver veit, nema ég mæli
nú á þeirri óskastundu minni, að
þessi orð mín falli í „myldan jarð-
veg," þar sem þau ná að vekja til
íhugunar og leiða lesanda minn íil
farsældar, þar sem áður skorti á, að
veruleg hamingja ríkti í hjúskapar-
lífinu. Hver veit, á hvaða stundu
mælt er?
Þessi vinur minn og velgjörðar-
maður frá æskuárunum hét Jónas
Þorsteinsson. Oft bar hann viður-
nefndið skáld eða skáldi, þegar al-
menningur minntist á hann.
Hann var Austfirðingur í húð og
hár, — var það í marga ættliði.
Jónas skáld Þorsteinsson var
fæddur að Skuggahlíð í Norðfjarð-
arhreppi 4. apríl 1853. Foreldrar
hans voru Þorsteinn bóndi Jensson í
Skuggahlíð (f. 1813 og d. 1856) og
kona hans Yalgerður Jónsdóttir (f.
2. ágúst 1817). Aður en hjón þessi
fluttu til Norðfjarðar, höfðu þau
búið að Hrjóti í Hjaltastaðaþinghá.
Afi og amma Jónasar Þorsteins-
sonar voru bæði fædd í Vestdal í
Seyðisfirði. Þau hjón hétu Jens
Magnússon og Guðrún Hávarðs-
dóttir. Þau bjuggu um langt árabil í
Norðfjarðarsveit, fyrst á Hólum og
síðan í Skuggahlíð í 23 ár.
Um Jens bónda Magnússon er
svo sagt, að hann hafi verið maður
hæglátur og vel að sér en fátækur.
L