Blik - 01.05.1967, Qupperneq 152
150
BLIK
Skáld gott var hann talinn og munu
handrit af kvæðum hans geymd í
fórum Landsbókasafnsins.
Ommubróðir Jónasar Þorsteins-
sonar, bróðir Guðrúnar, var séra
Jón Hávarðsson aðstoðarprestur og
siðan sóknarprestur á Skorrastað í
Norðfirði. Hann var kvæntur Sol-
veigu Benediktsdóttur sóknarprests
Þorsteinssonar að Skorrastað. Séra
Benedikt bjó á Ormsstöðum en
tengdasonur hans og dóttir á Skorra-
stað, kirkjustaðnum.
Séra Jón Hávarðsson varð aðstoð-
arprestur tengdaföður síns 1828 og
síðan sóknarprestur eftir hans dag
(1845) og hélt Skorrastað til ársins
1857, er hann fluttist að Heydölum,
eða samtals í 29 ár.
Því get ég þessa nánasta venzla-
fólks Jónasar Þorsteinssonar hér, að
prestleg áhrifaaðstaða ömmubróður
hans, séra Jóns Hávarðssonar, mun
hafa valdið mestu um það, að afi
hans og amma fluttu ofan af Héraði
til Norðfjarðar og fengu þar jarð-
næði, og síðar fengu foreldrar hans,
Þorsteinn og Valgerður, þar ábúð-
arjörð.
Tvær kostahneigðir höfðu jafnan
verið áberandi hjá ættfólki Jónasar
Þorsteinssonar: hneigðin til að
lækna, létta eða bæta sjúkleika sam-
borgaranna, og hneigðin til að
hjálpa, hlaupa undir bagga með
nauðstöddum og nauðleitandi. Til
dæmis um hið síðara óska ég að
greina frá því, að harða ári 1835 —
1836 urðu hjónin í Skuggahlíð, Jens
og Guðrún, afi og amma Jónasar
Þorsteinssonar, fyrir miklu búfjár-
tjóni, svo að til búauðnar horfði.
Flestallir bændur í sveitinni voru á
nástrái og spyrntu gegn því eftir
mætti, að ómagar bættust á fram-
færið. En það gerðu þau ekki, fá-
tæku hjónin í Skuggahlíð, Guðrún
og Jens. Þá tóku þau að sér til fram-
færslu 2 eða 3 munaðarlaus börn og
nauðstödd og ólu þau upp sem sín
eigin. Sérstaklega var Guðrún hús-
freyja valinkunn kona, sem í merk-
um heimildum er sögð: „ráðvönd og
góðsöm, frómlynd, vinnusöm og
þrifin."
Fleiri voru þó ættarfylgjur þessa
fólks en mannúðarhneigðin og líkn-
arlundin. Sinnisveiki hafði gert vart
við sig hjá sumum í ættinni og lýsti
sér sérstaklega í þunglyndi. Svo var
t. d. um eina ættmóðir Jónasar og
svo Guðrúnu systur hans, konu Jóns
Davíðssonar á Nesi, áður bónda í
Grænanesi í Norðfirði, gegns manns
og vel metins. Hún lá rúmföst árum
saman í þunglyndi.
Þorsteinn bóndi Jensson, faðir
Jónasar skálds, andaðist í apríl 1856.
Þá var Jónas aðeins þriggja ára gam-
all.
Þegar svo var komið, fluttist Torfi
Jónsson, móðurbróðir Jónasar, að
Skuggahlíð og fékk til ábúðar þann
helming jarðarinnar, sem hjónin
Þorsteinn Jensson og Valgerður
Jónsdóttir, foreldrar Jónasar, höfðu
búið á.
Þorsteinn og Valgerður eignuð-
ust 4 börn, Þau voru þessi:
Snjólaug, f. 1842,