Blik - 01.05.1967, Síða 153
BLIK
151
Guðrún, f. 1844,
Guðríður, f. 1849 og svo
Jónas, f. 1853, eins og áður grein-
ir.
Þegar faðirinn var fallinn frá,
gerðist Valgerður, móðir Jónasar
Þorsteinssonar, vinnukona hjá Torfa
bróður sínum, bónda í Skuggahlíð,
og hafði tvö yngstu börnin sín á
framfæri sínu, þau Guðríði og Jón-
ar. Guðrún dóttir hennar, þá 12 ára,
gerðist „léttastúlka" hjá ömmu sinni
og afa, Jens og Guðrúnu, sem bjuggu
á hinum helmingi Skuggahlíðarjarð-
arinnar.
Nokkur ár líða. Jónas litli Þor-
steinsson þroskaðist bæði líkamlega
og andlega. Hann lærir að lesa og
hefur ánægju af bókum, en bóka-
kostur var lítill. Kvæði og sálmar
heilla drenginn mest. — Þess verður
snemma vart, að hann reynir að
koma saman vísu.
Sóknarpresturinn, séra Henrik
Henriksson að Skorrastað, er kom-
inn í heimsókn að Skuggahlíð. Hann
er að vísitera. Þegar hann færir nafn
Jónasar litla inn í kirkjubókina,
stendur snáði við hné hans og horfir
á prestinn skrifa. Gaman væri að
vera skrifandi eins og presturinn!
Sálusorgarinn hefur ánægju af ná-
vist drengsins, sem hann veit af frá-
sögn móðurinnar að getur gert vísu
°g ber það við. Blíðlega hefur prest-
ur orð á því við drenginn, að mikla
ánægju hefði hann af því, ef hann
gæti nú gert eina vísu t. d. um erindi
prestsins að Skuggahlíð að þessu
sinni.
Og drengur yrkir vísuna eftir
nokkra bið:
Megnar enginn mig að skafa
manntals út af örkinni.
Eg vildi heldur verið hafa
villidýr á mörkinni.
Jónas Þorsteinsson var fermdur í
Skorrastaðakirkju 2. júní 1867. Fékk
hann þá dágóðan vitnisburð hjá
prestinum: „Les sæmilega, kann
sæmilega, skilur vel og er skikkan-
legur." —
Enn liðu 2—3 ár. — Jónas hafði
lifað ómagaárin og var nú orðinn
vinnupiltur hjá Torfa frænda sínum
í Skuggahlíð. Þar hafði hann alltaf
notið umönnunar góðrar móður, sem
á þessum árum er þar ýmist skráð
vinnukona eða sjálfrar sín. Þarna
leið þeim vel eftir atvikum, móður-
inni og börnunum hennar. Lífið
brosti við þeim, eftir því sem það þá
gat gert gagnvart snauðu fólki og
umkomulitlu á landi okkar.
Allt í einu dynur ógæfan yfir.
Sinnisveikin heltekur smám saman
sálarlíf einkasonarins, Jónasar Þor-
steinssonar. Hann hættir að sinna
daglegum störfum. Þunglyndið sæk-
ir á með svartsýni, vonleysi og sinnu-
leysi. Lífslöngunin þverr. Hann
hættir að klæðast. Sólarhringum
saman liggur hann undir sæng þög-
ull og þumbaralegur. Stundum er
hann önugur og hefur allt á hornum
sér. Stundum grætur hann tímun-
um saman. Allt er svart og lífið er
nánast óbærilegt.
I þessum ömurleika gerir rím-