Blik - 01.05.1967, Side 154
152
BLIK
hneigðin endur og eins vart við sig.
Hann yrkir:
Forlaganorn í flegðugervi
framan í mig grettist oft;
tindum svipað tannakerfi
tröllið hefur sér í hvoft.
Einatt skelkur í mig flýgur,
en ég herði geðið deigt
og segi: „Þótt mig gleypi gýgur,
gæs er henni það ei steikt."
Og svo hefjast andvökunæturnar.
Honum er varnað svefns. Myrkur og
kvíði heltekur sálarlífið. Þá ber það
við að hann yrkir eftir andvökunótt:
Enn er gríma gengin hjá,
grimm og ófríð sýnum.
Skal hún verða oftar á
örlagavegi mínum?
Já, margar ófrýnilegar grímur
eiga eftir að verða á örlagavegi Jón-
asar Þorsteinssonar, svo að þær gefa
honum tilefni til að yrkja heil kvæði.
Meðan sofendur njóta værðar-
dúra, þjáist hann af hugarangri, og
eitraðar örvæntingarpílur stinga
hann og hrjá. Oll framtíðarsýn er
myrkri hulin, brjóstið stynur, tárin
renna.
ANDVAKA
Svei, andvakan arga, þér,
öllum verri fjöndum,
gengin út með grimman her
griða ráns af höndum.
Tíðum kingi stöfum með
truflar ró og næði,
þrælkar líkam, þvingar geð;
þín eru mörg illræði.
Og þitt níðings aga geð,
öld, sem hryggðin þjáir,
ógnar grimmri ofsókn með,
allra sárast þjáir.
Þannig fjöloft fengið þú
færi á mér hefur,
en þó fyrst ég æðrast nú,
andann sorgin kefur.
Brjóstið stynur böli lúð,
blæða hryggðarsárin,
og af hvörmum angri knúð
eldheit boga tárin.
Sofendanna sálir dúr
seður værðaryndi,
en ég meðan augun súr
angurs slæst af vindi.
Unaðs fokið er í skjól,
óláns syrtir rökkur,
fyrir gleði — svífur — sól
svartur hryggðarmökkur.
Hugurinn eygir hér og þar
hörmunganna grýlur;
andann stinga eitraðar
örvæntingarpílur.
Napur-kalt mig nístir él,
nakinn máttarvana
mun ég bráðum býða hel;
bölið leyst við hana.
Þunglyndið þjáir hugann og lífs-
löngunin þverr:
Lund er þjáist líðandans
lífs í áföllonum,
vaknar þá í hjarta hans
himinþrá að vonum.
MÉR ER FLEST TIL MÆÐU LAGT
Mér er flest til mæðu lagt,
mín er von í brotum,
stundum er, þó stórt sé sagt,
stiliing mín á þrotum.