Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 155
BLIK
153
Margt hið góða mér var lagt,
— máski bó í brotum —
annars væri, sízt ofsagt,
syndugt líf á þrotum.
Þetta mikla áfall, veikindi Jón-
asar Þorsteinssonar, átti sér stað
1875. Presturinn 'húsvitjar um haust-
ið og næ'stu haust og skráir Jónas
Þorsteinsson, fyrrverandi vinnumann
í Skuggahlíð, ómaga móður sinnar
og svo seinna „kararómaga,” þegar
rúmlega hans lengdist svo að árum
skipti.
Þannig líða 4 ömurleg ár í vá og
vonleysi.
Við rennum huga til móðurinn,
ekkjunnar í Skuggahlíð, Vargerðar
Jónsdóttur. Nær sextug hefur hún
gerzt fyrirvinna uppkomins sonar
síns, gáfaða „kararómagans”, þegar
lífið og framtíðin virtist brosa sem
blíðast við þeim báðum og öllum
börnunum hennar eftir sár og sökn-
uð, áhyggjur og erfiði í fátækt og
°ryggisleysi. Já, hún var þá nær sex-
tugu, þegar þessi ósköp lögðust á
herðar henni.
Þegar Jónas Þorsteinsson hafði
þjáðst af sinnisveikinni nokkra mán-
uði, var honum komið undir hendi
iæknis. Boð gengu milli hreppstjór-
anna í Norðfjarðarhreppi og Reyð-
arfjarðarhreppi, því að næsti læknir
sat á E'kifirði, og jafnan höfðu
hreppstjórar eða oddvitar samband
sm á milli um slíka sjúklinga og
greiddu fram úr vandræðum eftir
mætti. Hreppstjórinn í Reyðarfjarð-
arhreppi var Eyjólfur bóndi Þor-
steinsson á Stuðlum. Þau hrepp-
stjórahjónin tóku Jónas Þorsteins-
son til sín heim að Stuðlum og
dvaldist hann þar um tíma en gekk
til hins danska héraðslæknis, sem
bjó í kauptúninu Eskifirði og hét
Fritz Zeuten.
Hjónin á Stuðlum, Eyjólfur og
Guðrún Jónsdóttir, áttu þá fjögur
börn. Elzt barna þeirra var stúlka,
Kristrún að nafni, fædd 1857.
Líkindi eru til þess, að Jónas
dveljist á Stuðlum undir læknis-
hendi veturinn 1875. Þá var Krist-
rún Eyjólfsdóttir á 18. árinu. Af
þessari bóndadóttur varð Jónas Þor-
steinsson ástfanginn þann tíma, sem
hann dvaldist á Stuðlum. Tilfinning-
arnar gagntóku sálarlífið, og sinnis-
veikin þokaði um set. Skáldæðinni
tekur að blæða.
Kristrún (Strúna) er söngelsk og
fær börnin hin yngri til þess að
syngja með sér í rckkri vetrarkvölds-
ins. Jónas heyrir óminn af söngnum
og kveður:
Sætari blíðum svanahljóm
söng ég heyrði í bænum inni,
og það meinti englaróm,
er þar skemmtu Strúnu minni.
Er það nokkuð eðli mót,
að englar hyllist fagran svanna,
því á himnum hefur rót
hin helga ást í brjóstum manna.
Ekki virðist Jónas hafa verið ó-
geðfelldur heimasætunni á Stuðlum,
Kristrúnu Eyjólfsdóttur. Miklu frem-
ur hið gagnstæða. Astark.enndir hans
til hennar styttu veru hans á Stuðl-