Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 156
154
BLIK
um, því að þunglyndið dvínaði fyrr
en búi2t hafði verið við í fyrstu. Það
var sem ástartilfinningarnar feskar
og fíknar rækju það út í y2tu myrk-
ur. Fritz Zeuten læknir gaf Jónasi
Þorsteinssyni brátt heimfararleyfi.
Þegar Jónas hvarf heim frá Stuðl-
um, orti hann:
Framandi hingað fór ég maður,
forsjónin guðs því réði víst,
því hér er sá í heimi staður,
sem hryggðin á mér vinnur sízt.
Hér hefi ég fundið allskyns yndi
við unaðs-gígju-strengjahreim;
sofnaði bitur sorg í skyndi
sælum stödd í töfraheim.
En eins ég minnist öðru betra,
þótt ekkert skorti á sældarhag,
og um það mun ég ljóðin letra
lengur en bara nú í dag.
Það er fljóð, sem fegurð skreytir,
og flestir að með sanni dást,
Kristrún sprundið kæra heitir,
kveð ég hana nú með ást.
Nokkru eftir að Jónas Þorsteins-
son kom aftur heim í Skuggahlíð,
sendi hann heimasætunni á Stuðlum
Ijóðábréf. í því Voru þessi erindi:
Æ, sárt er að skilja vin sinn við;
ég veit ei stærra böl;
það sviftir manninn sálarfrið
og særir negg með kvöl,
þá gleðin fyrir hamrahlíð
úr hugarrjóðri snýr,
og verndarengill, vonin blíð,
þá veikan manninn flýr.
Eg hefi reynt það Kristrún kær,
og kveð því sorgarljóð
eg hef ei yndi honum f jær,
mig hrekur táraflóð.
Eg kýs að drukkna í djúpi því,
en drottni fel ég önd,
að svífa megi hún sorgarfrí
á sólheið friðarlönd.
Ekki er mér Ijóst, hvernig Krist-
rún heimasæta svaraði ljóðabréfi
unga skáldsins. En víst er um það,
að Jónas Þorsteinsson hafði enn von
um ástir hennar, er fram á sumarið
leið. Þá orti hann þetta hugljúfa
lofnarkvæði, er hér fer á eftir.
Hugur skáldsins svífur suður yfir
fjöllin, suður að Stuðlum til hennar,
til hinnar óumræðiíega fögru hringa-
hlínar, séð með hinu innra auga hins
ástfangna skálds, þetta fagra mið-
sumarkvöld heima í Skuggahlíð, er
ungar rósir fella daggartár og sól-
in er gengin til viðar bak við Goða-
borgina. Hugurinn saknar og þráir.
Minningin um hana fyllir hugskotið.
Og vonin um ástir hennar, varanleg-
ar ástir, þokar til hliðar þunglyndinu
og þjáningunum. Er þó ekki ástar-
röðull hans líka genginn til viðar að
þessu sinni? Ef til vill fellir sál
skáldsins saknaðartárin eins og rós-
irnar.
Hugumprúða hringalindin bjarta,
harmabót og vonargleði mín,
fjarri sjón, en fólgin mínu hjarta,
frá mér aldrei líður minning þín.
Uti sit ég einn á sumarkveldi,
ungar rósir fella daggartár;
sakna þær að sælum dýrðareldi
signir ekki röðull þeirra brár.
Það er eins í þjáðu hjarta mínu,
þrungin trega sérhver munarós.