Blik - 01.05.1967, Side 157
BLIK
155
Ekki nema í armaskjóli þínu
anda mínum hlýjar gleðiljós.
Vindur þýtur, blómin höfuð beygja;
bros í gegnum tárin líta má.
Það er kveðja, þau sem fyrir hneigja;
þínu brjósti hún er liðin frá.
Æskan þolir enga skuggakælu,
einatt þó af næðingsstormi hrist.
Lífið gjörvallt leitar eftir sælu;
lífsins eðli, það er ekki misst.
Svo barst honum hin lamandi
vissa um það, að Kristrún heimasæta
á Stuðlum var orðin honum gjör-
ramlega afhuga. þá magnaðist þung-
lyndið á ný meir en nokkru sinni
fyrr, svo að unga skáldið í Skugga-
hlíð reisti ekki höfuð frá kodda ár-
um saman. Ekkert orð mælt tímum
saman. — Andvaka um nætur, trega.
tár felld, óeðlilegar óskir og þrár
bæra á sér. Lífið er nánast óbærilegt.
Við rúmstokkinn krýpur móðirin
mædd og úrvinda í bæn og trúar-
trausti. Þetta er einkasonur hennar
°g augasteinn, traust hennar og hald
í þessari bágu tilveru.
Næstu tvö árin þjáist skáldið
unga af sinnisveikinni. Hann var þá
°magi móður sinnar og kvöl, og
haustið 1877 skráir prestur hann
„kararómaga". En aldrei missti hún
trúna og trúnaðartraustið á bata
hans fyrir bænir sínar og áköll.
Loks tók að brá af Jónasi Þor-
steinssyni. Sem falinn eldur glæðist,
þá að er hlúð, þannig var sem um-
ónnun hinnar þreyttu og þjáðu móð-
ur og heitar bænir hennar við rúm-
stokk sonarins græddu og glæddu
lífið í brjósti hans á ný. — Þung-
lyndið og sálarmyrkrið þvarr smám
saman, og ljósið og lífið tók að
flökta um sálarkimana og lýsa upp
hugskotið að nýju.
Nýjar vonir vakna. Ný áform og
nýjar ætlanir gera vart við sig í hug-
arfylgsnum hins unga manns, sem
nú er orðinn 26 ára gamall.
Og Jónas Þorsteinsson trúði því
innilega, að hann hefði að lyktum
hlotið lækningu fyrir bænastað móð-
ur sinnar. Sú trú efldi guðstrú hans.
Mikli, mildi faðir
minnumst vér þess glaðir,
að þín náð oss aldrei brást;
þótt hrynji hnattafjöldinn
og himna rofni tjöldin,
varir þín um eilíf ást.
Himinninn grætur yfir oss,
ekkavindar stynja.
Margan tæran tárafoss
títt vér sjáum hrynja.
Til vor streymi ofan að
unaðsdöggin hreina,
lífs og sálar líknarbað,
lækning allra meina.
Á árunum 1868—1878 bjuggu á
Krossi í Mjóafirði hjónin Jóhann
Jónsson og Sigríður Magnúsdóttir.
Þau giftust 1864 og hófu þá bú-
skap á Hofi í sömu sveit. Var þá
Sigríður Magnúsdóttir 22 ára (f. 4.
febr. 1842) og Jóhann Jónsson hafði
bóndaárið yfir hana (f. 1841).
Þegar hér er komið sögu, höfðu
þessi hjón eignast 10 börn og misst
6 af þeim, og verið gift í 14 ár.