Blik - 01.05.1967, Qupperneq 158
156
BLIK
Árið 1878, 28. okt., lézt Jóhann
bóndi, maður Sigríðar, úr lungna-
bólgu, eftir því sem bezt er vitað.
Jóhann bóndi Jónsson var mesti
efnismaður, hraustmenni mikið og
drengur góður í hvívetna. Hann bar
því almenningsorð, svo sem drepið
er á í kvæði hér á eftir.
Ekkjan Sigríður Magnúsdóttir var
frændkona fjölskyldu Jónasar Þor-
steinssonar í Skuggahlíð, og hlýlegt
samband var jafnan milli fjölskyldn-
anna á bæjum þessum.
Nú skorti ekkjuna á Krossi tilfinn-
anlega „fyrirvinnu”, því að fjögur
börn hafði hún á framfæri, þegar
maður hennar féll frá. Það réðst svo,
að Jónas Þorsteinsson skyldi verða
kaupamaður hjá Sigríði ekkju á
Krossi sumarið 1879, eftir að hann
reis upp úr þunglyndinu og þegj-
andaskapnum þá um vorið eða vet-
urinn.
Þegar Jónas fluttist að Krossi á
afliðnu vori 1879, voru á framfæri
Sigríðar Magnúsdóttur börn hennar
og Jóhanns sálaða: Svanhildur, fædd
1870, Jón, fæddur 5. marz 1873 og
Sigurður, fæddur 1874. Yngsta barn-
ið hennar, Jóhann, (fæddur 28. apríl
1876) höfðu hin mætu hjón á
Brekku í Mjóafirði, Vilhjálmur
Hjálmarsson, síðar kunnur hrepp-
stjóri þar og bóndi, og Svanborg
Pálsdóttir, tekið í fóstur til þess að
létta á framfæri ekkjunnar. Jóhann
Jóhannsson ólst síðan upp á Brekku
og dvaldist þar til manndómsára.
Hans minnist ég enn sökum þess,
hve ég unglingurinn dáði krafta
hans og hreysti. „Hann sver sig vissu-
lega í föðurkynið," sagði fólkið.
Jóhann Jóhannsson fórst með
Rigmor, fiskflutningaskipi Konráðs
kaupmannas Hjálmarssonar, bróður
Vilhjálms hreppstjóra, á stríðsárun-
um fyrri. Skipið var þá á leið til
Spánar með fiskfarm.
Þegar Jóhann bóndi Jónsson lézt
haustið 1878, kom hálfbróðir Sigríð-
ar ekkju, Jónas Valgerðarson, henni
til hjálpar og dvaldist hjá henni
veturinn 1878—1879 við fjárhirð-
ingu og önnur útiverk. En þegar svo
Jónas frá Skuggahlíð gerðist kaupa-
maður hjá henni vorið 1879, flutti
Jónas Valgerðarson aftur frá Krossi.
Vel fór á með þeim Jónasi Þor-
steinssyni og Sigríði húsfreyju, hús-
móður hans. Og ekki hafði hann
lengi dvalist þar, er hann tók að
gera hosur sínar grænar fyrir henni.
Hvað mundi mest og bezt orka á til-
finningalíf ékkjunnar, sem enn sakn-
aði hins göfuga maka sins fyrir
margra hluta sakir? Yrkja, yrkja, —
reynandi væri að yrkja fagurt kvæði
um hinn látna eiginmann!
Samfara ástinni, sem lifnað hefur
og glæðzt í brjósti Jónasar Þor-
steinssonar til húsmóður hans, er
sem sk.áldgetan og skáldhneigðin
eflist með honum, svo að hann tek-
ur til að yrkja nú meir en fyrr. Til
þessa hafði hann ekki gert meira
að því en svo, að einungis hinir nán-
ustu vissu það, að hann gat gert
vísu eða kvæði. En nú efldist sú ósk
í brjósti Jónasar, að mega hlýja hús-
móður sinni um hjartarætur með