Blik - 01.05.1967, Síða 159
BLIK
157
því að yrkja erfiljóð eftir manninn
hennar sálaða og sýna henni og
sanna um leið, hvers hann var megn-
ugur á skeiði Braga.
í sláttarlokin haustið 1879 hafði
hann lokið við að yrkja erfiljóðið
eftir Jóhann bónda Jónsson og gefið
það Sigríði húsmóður sinni.
Ljóðið er þannig:
Hví er svo brugðið of byggð hér að líta?
Beisklega gráta mér virðist hvert strá,
og himintyppt fjöllin með haustfaldinn hvíta
horfa með söknuði láglendið á.
Hnípinn er skógur og hans fölur blómi,
en hneigja sig eins og með lotningu þó.
Lækirnir beljandi líksöngs með ómi
líða frá tindum að gnauðandi sjó.
Þarf ekki orsakar þessa að leita,
það er oss kunnugt, að haustið sem leið
dauðinn gekk hingað með helgeirinn beitta
og hugkæran þjóðinni upprætti meið
blómtíðar miðsumars blíðum á degi
blómgaðan prýði með fegursta skraut.
Svíður því öllu nú saknaðartregi
samvistar indælu hans, sem að naut.
Jóhanni sálaða Jónssyni kæra
eg hefi samlíkt við blómgaðan meið.
Rækti hann skyldur með röggsemd frábæra,
ráðsnjali og árvakur, hógvær um leið.
Atgjörvi bar hann af flestum í flestu,
með fágætu hugrekki mannraunum tók.
yfirvann þrautir með atorku mestu.
Astsæld og traust manna honum það jók.
Hvívetna glaður, en hófs jafnan gætti,
hamlaði styggðum en elskaði frið.
Þurfendum veitti af þó veikum mætti,
og þá alúðlegast, er helzt þurfti við.
Astríki vinum hann auðsýndi bezta,
ektafljóð, börnin og fleira, sem ann, —
vildi og gat ekki vitað neitt bresta,
vellíðan þeirra, sem eflandi fann.
Andvarpar sáran í eldraunum harma
ekkjan, og föðurlaus börnin sín ung
veika en ástríka vefur um arma
vonar og biður, að kjör létti þung.
Faðirinn allra, sem föður sig tjáir
föðurleysingja og volaðra skjól,
og hefur þann vininn, er hún syrgja náir
hafið frá jörðinni lambsins að stól.
Nú fannst Jónasi Þorsteinssyni
allt líf sitt og öll tilveran hafa gjör-
breytzt til batnaðar fyrir honum.
Astin magnaðist í brjósti hans og
trúnaðartraustið og trúarhitinn jókst
að sama skapi.
Vissulega bar honum að þakka
forsjóninni alla þessa hamingju, sem
nú skein við honum, og hann lof-
söng drottinn allsherjar:
Látum drottni lofgjörð hljóma,
líknar vatt hann oss í skaut.
Ungur bjarmi í árdagsljóma
upp á hnatta svífur braut.
Þín ógleymin náð að nýju
nú vor minnist, faðir kær.
Lífsins önnum ljósi hlýju
lýsir morgunsólin skær.
Þörf er frek í þínu nafni
þungan taka plóg í hönd.
Gef að þrek og gæfa dafni;
gjörvöll slakna þrautabönd.
Orðið þitt, sem eitt má varna,
að vér snúum dyggðum frá,
lampi sé og leiðarstjarna
lífsins ferli vorum á.
Þegar ævi lýkur leiðum
og linnir sorg og raunaþrá,
á þinnar náðar himni heiðum
hýr oss skíni morgunbrá.