Blik - 01.05.1967, Side 160
158
BLIK
Það er haustið 1880. Vetur geng-
ur snemma í garð. Blómin fölna við
hregg og hretviðri, eftir að hafa
notið sólar og sumars. Hugur skálds-
ins er opinn og samlíkingarnar
streyma að. Einu sinni var hann líka
fífill, sem breiddi úr krónuna sína
gegn lífsins sól, að honum fannst. Þá
var Kristrún heimasæta á Stuðlum
fjólan fríða og yndislega. Þau „föðm-
uðust heitt sem yrðu eitt, elskunnar
bundin dróma." — Svo breyttist allt,
og sorgarhreggið nísti. Þó hugguðu
endurminningarnar um þessar sælu-
stundir liðinnar tíðar, er skáldið
flúði á vit þeirra, þegar að herti. Nú
fann það til með blómunum, sem
fölnuðu eins og hann sjálfur, eftir
sælustundir þessa stutta og enda-
sleppta ástarlífs.
Man ég þá tíð,
er bjarmablíð
brosfögur himinsunna
hreif dáin blóm
úr heljarklóm
og hlíðar gyllti runna.
Upprisin blíð
þó fjólan fríð
og fífill krýndur blóma
föðmuðust heitt
sem yrðu eitt,
elskunnar bundin dróma.
Er sorgarhregg
mitt nísti negg
og næst gekk bölið stríða,
fund þeirra á
ég flúði þá
að fá mér huggun blíða.
Gladdist ég þá
og gleymdi þrá
guðs fögur verk að skoða.
Unaðarværð
þá endurnærð
engum kveið sálin voða.
Fjólan mín hér
nú fölnuð er
og fífill gullinhærður.
Geng ég því braut
frá grasalaut
grátandi harmi særður.
„Kirkjubækur þar um þegja,"
hvenær dró saman með þeim Sig-
ríði Magnúsdóttur og Jónasi Þor-
steinssyni, svo að ástin yrði verkleg,
en víst er um það, að um vorið 1880
voru þau farin að sænga saman,
endur og eins að minnsta kosti. Það
sannar kirkjubókin okkur, því að
Sigríður fæddi Jónasi son 19- febr.
1881. Sá sveinn var vatni ausinn,
eins og lög gera ráð fyrir, og híaut
nafnið Elías. — Elías Jónasson,
kunnur Mjófirðingur og Norðfirð-
ingur um langt árabil.
Framtíðin fól í skauti sínu fim-
bulveturinn mikla 1880—1881 og
hörðu árin óskaplegu þar á eftir.
Segja má, að veturinn gengi í
garð á Austf jörðum um miðjan sept-
ember 1880. Hinn 16. september
var nístingsfrost og snjókoma. Þá
kvað Jónas Þorsteinsson:
Nú mig nollur bítur,
Norðri ygglir brún,
og með reiðirún
rituð sýnist hún;
að öllu skelk það skýtur.
Skjálfa nakin strá,