Blik - 01.05.1967, Síða 161
BLIK
159
fölna fíflar smá
og fjólur blá.
Fugl, sem fjalls í hlíð
flytur ljóðin blíð,
segir: „Sæl og blíð
er sumar gengin tíð."
Fleygur fjaðra nýtur.
„Flýjum bræður vér;
víst um vetur hér
ei vært oss er."
Og engin lát eru á heljarhríðum
þetta haust:
Hleðst í fjöllin hvíta mjöllin,
hyljast öll und skafli blóm.
Heyrast sköll í hamratröllum,
hljóðar gjöllum Kári róm.
Elin snjóa, borin byl,
bláa syrta himingljá.
Melum jafnast munu gil,
má ei kennileiti sjá.
Og enn magnast verður þetta
haust, svo að hriktir í húsum og hvín
í hamraborgum:
Veðrið svala megna má
mun dulsal að granda.
Hvað svo skal ég heyra og sjá:
Hvort mun Valhöll standa?
Og þrumur drynja og eldingar
skelfa fólkið: brimið er skelfiíegt:
Fykur snjór, fenna strá,
funar í ljóragleri.
Rykur sjórinn; bára blá
brunar stór að skeri.
Svo brá til betri tíðar um sinn.
En í októbermánuði (1880) spilltist
veðurfar gjörsamlega. Um miðjan
október tók að snjóa á Austurlandi,
og skiptust síðan á hret, frost og
blotar, svo að jrð svellaði og jatð-
bönn urðu hvarvetna ríkjandi.
Haustið 1880 átti Sigríður ekkja
á Krossi nokkurt bú. Síðla þetta
haust vísiteraði séra Magnús Jónsson
á Skorrastað í Norðfirði Mjóafjarð-
arprestakall, því að sóknarprestur sat
þar þá enginn, og var heimilsfólk
Sigríðar þá sem hér segir:
1. Sigríður Magnúsdóttir, hús-
freyja,, 38 ára, ekkja.
2. Svanhildur Jóhannsdóttir, 10
ára.
3. Jón Jóhannsson, 7 ára.
4. Sigurður Jóhannsson, 6 ára.
(allt börn ekkjunnar).
5. Jónas Þorsteinsson, vinnumað-
ur, 26 ára (á að vera 27 ára).
Frostaveturinn mikli var genginn
í garð, veturinn 1880—1881, ein-
hver mesti fimbulvetur í sögu ís-
lenzku þjóðarinnar. Síðar hlaut sá
vetur nafnið Klaki. Snjóar voru ó-
venjulega miklir, ekki sízt á Aust-
ur- og Norðurlandi. I þeim lands-
f jórðungum voru margir firðir lagðir
ísi lengra út en menn vissu áður
dæmi til. A Austurlandi voru þá 20
—26 stiga frost í marzmánuði. Haf-
ísinn lá við Austfirði frá því í jan.
og þar til í maí. Síðan helzt vot-
viðratíð allt sumarið til höfuðdags
eða ágústloka. Klaki hvarf trauðla úr
jörðu alls staðar það sumar. Hey-
skapur varð mjög rýr og nýting ill
að sama skapi.