Blik - 01.05.1967, Page 163
BLIK
161
lömb á öllu landinu. Af þeim dráp-
ust 65 þúsund eða meira en þriðj-
ungur. Hallærisástand var ríkjandi
í mörgum héruðum.
Eignir bænda gengu þá mjög til
þurrðar. Haustið 1881 voru tíund-
uð 18.270 lausafjárhundruð, en
haustið eftir (1882) aðeins 12.721
lausafjárhundrað. A þessu eina ári
nam t. d. lækkun lausafjárhundraða
í Skaftafellssýslu hinni vestari um
40 af hundraði, 40%. Og svo segir í
heimildum: „Fénaður dó, þegar ekk-
ert var lengur til, og fjöldi bænda,
einkum eystra og vestra, stóð uppi
skepnulaus og allslaus með þunga
byrði verzlunarskulda á bakinu".
Ég héfi fjölyrt nokkuð hér um
þessi erfiðu ár. Fyrst og fremst sök-
um þess að afleiðingar þeirra höfðu
svo varanleg áhrif á framtíð þessara
hjóna, sem ég skrifa um hér, að þau
biðu þess aldrei bætur, hvorki efna-
lega né sálarlega.
Eftir þennan vetur voru þau hjón-
in Jónas og Sigríður á Krossi ör-
snauð og bjargarlaus. Þau töldust
þá eiga aðeins hálft búfjárhundrað
eða þrjár ær í ullu með lömbum.
Ef til vill áttu þau enga á, en þess í
stað hálfa kú.
Nágrannakonurnar höfðu smám
saman tekið til sín öll börn Sigríð-
ar Magnúsdóttur þennan vetur og
svo börn þeirra hjóna bæði, einnig
hvítvoðunginn í vöggunni, til þess
að firra börnin hungri og sjúkdóm-
um af afleiðingum þess. Hvítvoð-
ungurinn var meybarn, sem skírt var
Guðrún.
Öll voru börnin tekin til fósturs
um lengri eða skemmri tíma án alls
meðlags frá sveit eða hreppi, —
tekin á framfæri af einskærum
brjóstgæðum bænda og kvenna
þeirra í Mjóafjarðarsveit, flest af
nánustu nágrönnum.
Bóndinn á Kross-Stekk, næsta bæ
innan við Kross, tók Svanhildi, elzta
barn Sigríðar, í fóstur. Hjá honum
ólst hún síðan upp og átti eftir að
verða myndarhúsfreyja á sama bæ.
Sigurð son Sigríðar tóku í fóstur
hjónin á Reykjum, Stefán Arnason
og Ragnhildur Sveinsdóttir. Hann
ólst þar upp til þroskaaldurs.
Hjálmar Hermannsson, hrepp-
stjóri á Brekku í Mjóafirði, tók í
fóstur Jón son Sigríðar. Hreppstjór-
inn var þá hniginn mjög að aldri og
hætti búskap, áður en Jón var kom-
inn til manns. Tók þá sonur Hjálm-
ars, Konráð kaupmaður Hjálmars-
son, útgerðarmaður í Mjóafirði, og
Sigríður kona hans Jón í fóstur og
ólu hann upp til sjálfsbjargaraldurs.
Elías, einkason þeirra Jónasar og
Sigríðar, tók ein sambýliskonan á
Krossi til sin, Guðrún Jónsdóttir. Og
sambýlishjónin Halldóra Eyjólfs-
dóttir og Gísli Eyjólfsson tóku til
sín hvítvoðunginn.
Þannig var þá komið fyrir ekkju
Jóhanns bónda Jónssonar á Krossi.
Hún hafði alið 12 börn og orðið að
sjá á bak öllum þeim 6, sem lifðu,
til vandalausra til þess að forða þeim
frá hungurdauða, ef taka mætti svo
gróft til orða. Sjálf lifði hún við
11