Blik - 01.05.1967, Side 164
162
BLIK
sult og seyru með hinum nýja eigin-
manni sínum.
Allar þessar hörmungar höfðu
dunið yfir Sigríði Magnúsdóttur á ár-
unurn 1880—1882. Við manntal
síðla haust 1882 er 4. fjölskyldan
á Krossi: Jónas Þorsteinsson, hús-
bóndi, 29 ára, og kona hans Sigríður
Magnúsdóttir, 40 ára.
Og enn áttu hörmungar þessarar
konu eftir að aukast. Einhverntíma
á árinu 1883 flytjast hjónin Sigríð-
ur og Jónas frá Krossi. Hafa þá
gjörsamlega flosnað upp. Þau flytja
þá til Norðfjarðar með börnin tvö,
er þau höfðu þá átt saman. Þau eru
tekin í fóstur um tíma af hjartahlýju
og miskunnsömu fólki. Sigríður
Magnúsdóttir var þá vanfær að
þriðja barni þeirra hjóna. Þarna
skildu þau hjón samvistum um
stundarsakir. Sigríður fór „gustuka-
kona" til hjónanna á Hofi í Norð-
firði, Guðjóns Eiríkssonar og Guð-
rúnar Runólfsdóttur. Guðjón bóndi
og Jónas Þorsteinsson voru systkina-
synir.
Hjá þessum góðu hjónum á Hofi
ól Sigríður síðan barn sitt 1. jan.
1884. Það var stúlkubarn, sem skírt
var Guðrún.
Þegar Sigríður var flutt til Norð-
fjarðar með börn þeirra Jónasar árið
1883, og börnunum komið fyrir hjá
frændfólki hans, gerðist hann sjálf-
ur vinnumaður á Kross-Stekk í
Mjóafirði. Þannig tættist þessi fjöl-
skylda út um hvippinn og hvappinn,
ef svo mætti segja. Og margar eru
fjölskyldurnar íslenzku frá upphafi
sögu okkar, sem sætt hafa sömu ör-
lögum sökum náttúruhamfara eða
annarra hamramra fyrirbrigða nátt-
úruaflanna, sem hneppt hafa alla
afkomu, öll lífsskilyrði þjóðarinnar
í dróma, meðan verktækni öll var á
býsna lágu stigi og verkþekking eng-
in með þjóðinni.
Naumast gat hjá því farið, að
þetta hörmulega skipbrot Jónasar
Þorsteinssonar, er hann beið tvö
fyrstu hjúskapar- og búskaparár sín
á Krossi, skildi eftir sár, — blæðandi
sár í sálarlífinu. En hver átti sökina?
Við vitum, að slík áföll hafa þrá-
sinnis leitt til upplausnar og ver-
gangs hinna bjargarsnauðu. Hvern
hefur það fólk sakað um óhöpp sín
og óhamingju? Sjálfsvarnarhneigðin
er okkur mönnunum í blóð borin.
Og mörgum er það raunaléttir að
geta ásakað aðra.
Ymislegt bendir til þess, að Jónas
Þorsteinsson hafi hneigzt til að saka
Mjófirðinga eða sveitina þeirra um
ófarir sínar. Hann kvað seinna til
Mjóaf jarðar hinn svívirðilegasta hús-
gang, sem varð fleygur þar eystra á
mínum bernsku- og æskuárum og
margir kunna þar enn:
Hér við óar huga manns,
harður þótt sé gjörður,
öskustóin andskotans
er hann Mjóifjörður.
Ósnortinn gat ég vart heyrt þessa
vísu kveðna um fæðingarsveit mína,
þegar ég var á æskuskeiðinu. Atti
byggðin og fólkið þar þessar skamm-
ir skildar? Mundi Sigríður heitin