Blik - 01.05.1967, Page 165
BLIK
163
Magnúsdóttir, kona Jónasar Þor-
steinssonar, sem legið mun hafa í
gröf sinni nokkur ár, er vísan var
kveðin, hafa hugsað þannig til fólks-
ins í Mjóafirði, — fólksins, sem
kepptist við að taka af henni börn-
in hennar til þess að firra þau hungri
og afleiðingum þess — líka hvít-
voðunginn í vöggunni? Það mann-
úðar- og fórnarstarf inntu nágrann-
ar hennar og fleiri sveitungar af
hendi án þess að til kasta sveitar-
sjóðs kæmi um nokkurt meðlag.
Aldrei til þess hugsað. Aldrei á það
minnzt.
Víst var það blæðandi sár móð-
urhjartanu að verða að sjá af öllum
börnunum sínum frá sér. En hvaða
ráð önnur voru tiltækileg úr því sem
komið var, og eins og framfærslu-
málum öllum var þá háttað hér á
landi? —
Já, víst finnum við til með Sig-
ríði Magnúsdóttur, — henni, sem
til skamms tíma var hin efnalega
sjálfbjarga húsfreyja á Krossi og
eiginkona eins af glæsilegustu bænd-
unum í Mjóafirði, — nú bjargarlaus
í stað bjargálna, sneydd öllum börn-
um sínum með hungurvofuna ógn-
andi yfir heimilinu. Hvað getur ver-
ið átakanlegra og ömurlegra? —
Og hver var svo valdur að öllu þessu
böli? Var það réttmætt að saka Mjó-
firðinga eða sveitina þeirra um þessi
ovenjulegu örlög þessara hjóna
þarna austur í fjörðunum, þar sem
matarholurnar voru margar og upp-
flosnun og vergangur næstum ó-
þekkt fyrirbrigði. En lífsbaráttan var
hörð, og allur þorri fólksins harð-
gerður, ósérhlífinn og þrautseigur.
Þannig tórðu menn bezt á þessu
landi. Hinir gengu undir eða lögðust
ómagar á annarra herðar.
Mér er vissulega kunnug Mjóa-
fjarðarsveitin. Landkostir eru þar
miklir og góðir undir sauðfjárbú.
Þess vegna hefur mörgum bændum
þar lánast að búa vel og sæmilega,
þótt búin hafi oftast verið lítil.
Fjörðurinn er djúpur og var oft
gjafmildur á þessum árum. Þorskur
og síld gekk iðulega í fjörðinn og til
þess að gera stutt að róa á ytri mið.
Stundum var róið til fiskjar fram á
jólaföstu. En árvekni og ástundun
þurfti til og hörku í sókn.
Lífsbarátta þessa fólks, sem leitaði
bjargar til sjós og lands, var oft erf-
ið. Vinnudagur var langur og oft var
teflt á tvær hætmr, ekki sízt á Krossi
og öðrum útkjálkum, þar sem brim-
lendingin beið bátsins. En það get
ég líka fullyrt, að Mjófirðingar voru
engir miðíungsmenn, svona allur
þorri þeirra, á þessum árum og
seinna, þegar ég þekkti þá bezt. A
þeirri staðreynd hefur mér aukizt
skilningur með árunum. Aukvisinn
varð að flýja eða koma sér þannig
fyrir, að hann gæti lifað í skjóli ann-
arra og meira og minna á annarra
atorku. Hefur það ekki alltaf verið
þannig? Og er það ekki þannig enn?
Við finnum minna til þess nú orðið
eða íhugum það síður sökum bættr-
ar efnahagsafkomu.
Og vissulega voru ekki nágrannar
hjónanna Sigríðar og Jónasar einir