Blik - 01.05.1967, Side 167
BLIK
165
að var Miðhús eða Rauðahúsið, því
að það var rauðmálað. Þessa húss get-
ur séra Friðrik Friðriksson í „Und-
irbúningsárum" sínum. I húsi þessu
bjuggu þau Jónas og Kristín vetur-
inn 1891 — 1892 og höfðu Elías, son
Jónasar og Sigríðar heitinnar, hjá
sér. I kir'kjubókinni haustið 1891
titlar sóknarpresturinn Kristínu Ein-
arsdóttir ráðskonu.
Vorið 1892 lauk búskap þeirra
Jónasar og Kristínar í Miðhúsi. Þá
réðst hann vinnumaður til Sigurðar
Þorsteinssonar bónda á Krossi og
konu hans Solveigar Gísladóttur.
Kristín gerðist einnig húskona hjá
þeim hjónum.
Jónas skáld var sérlega barngóð-
ur maður og hafði oft yndi af því að
yrkja vísur um börnin, sem hann
kynntist og dvaldist með.
Þau hjónin Sigurður Þorsteins-
son og Solveig Gísladóttir á Krossi
áttu mörg börn. Eitt þeirra var fríð
dóttir, sem Halldóra hét. Hún var
söngelsk lítil stúlka, er Jónas var
vinnumaður hjá foreldrum hennar.
Þá kvað hann þetta erindi um litlu
Halldóru, sem bar sterkan ‘svip ætt-
menna sinna:
Lærðu nú, Dóra litla, kvæði,
taglegan muntu hafa róm.
Það má nú segja, að þú ert bæði
þjóðleg og mesta kvennablóm.
Þekkt hef ég svipinn þinn hinn fríða,
þann hefi ég löngum fyrri séð.
Augun þín snör og brúnin blíða
bera þér vitni um þýðlegt geð.
Halldóra Sigurðardóttir giftist í
Norfirði og bjó þar um árabil. Hún
þótti mikil myndarkona þar á sinni
tíð. Þar munu búa afkomendur
hennar og margt frændfólk. Einnig
býr það hér í Eyjum.
Árið eftir (1893) fluttu þau
Kristín og Jónas skáld til Norð-
fjarðar og bjuggu þar saman tvö
næstu árin. Hjá þeim voru þar tvö
eldri börn Jónasar og Sigríðar sál-
uðu, þau Elías og Guðríður.
I kirkjubók eru þau Jónas og
Kristín nefnd á þessum árum „ógift
húshjón í Naustahvammi" (í Norð-
firði). Eftir því mætti álykta, að þau
hafi búið saman og lifað saman sem
gift væru.
Haustið 1895 hverfur Kristín
Einarsdóttir frá Jónasi og flyzt til
Seyðisfjarðar. Um það bil veikist
Jónas aftur af sinnisveikinni. Að öll-
um líkindum hefur Kristín flutzt frá
honum, eftir að hann veiktist, —
ekki viljað binda trúss við hann
lengur eins og komið var, enda ald-
urhnigin.
Næsta ár (1896) var Jónas Þor-
steinsson undir læknishendi. Þegar
leið fram á haustið, sendi hann
mági sínum Jóni Davíðssyni stutt
ljóðabréf. Hér koma þrjú erindi:
Sálin skýi sveipuð er,
sjónin andans förlast mér,
ei eru þar, sem oft ég les,
Elías og Móises.
Þar er allt í þoku’ og reyk,
þrekið misst og trúin veik;
samt í djúpri sorgarlind
sé ég Jesú dýrðarmynd.
Ef ég henni haldið fæ,
hans í líknarskjól ég næ.