Blik - 01.05.1967, Síða 168
166
BLIK
Hjarta míns þá hverfur sorg;
honum vil ég reisa borg.
Sem áður í veikindunum er það trú-
in, trúarneistinn, sem sendir eilitla
skímu inn í sálarlífið.
Sumarið 1897 tók Jónas Þor-
steinsson að hressast á ný, svo að af
honum brá þunglyndið endur og
eins. I ágúst skrifaði hann Jóni mági
sínum ljóðabréf.
Þar bregður enn fyrir ömurlegu
sálarástandi:
Raunakliður magnast minn,
mig ég niðurbeygðan finn.
Dofna liðir, daprast kinn;
dauðann býð ég velkominn.
Hjartað dofið helzt af sting
hægt mun sofa í moldarbing,
þegar ofar aldahring
andinn lofar friðþæging.
Svo sem greint er frá í Bliki 1963
(bls. 171) fluttist Högni Sigurðsson,
sonur Sigurðar Sigurfinnssonar
'hreppstjóra í Vestmannaeyjum, aust-
ur í Norðfjörð, er hann hafði lokið
gagnfræðaprófi í Flensborgarskóla.
I Norðfirði dvaldist Högni 5—6 ár
og stundaði sjósókn og fleira á sumr-
um og barnakennslu á vetrum.
Högni Sigurðsson og Jónas Þor-
steinsson kynntust í Norðfirði.
Högna gazt vel að gáfum Jónasar.
Sjálfur var Högni skáld og kunni
vel að meta vel kveðna vísu.
Þegar Jónas skáld raknaði smám
saman úr sinnisveikisrotinu 1896—
1897, naut hann hjálpsemi og mann-
lundar Högna Sigurðssonar og vin-
arhlýju hans. Högni tók Jónas Þor-
steinsson til sín og leyfði honum
húsrými hjá sér. Kærleikslund
Högna og næmur skilningur á sál-
arveilu skáldsins hafði þau áhrif á
sjúklinginn, að hann hresstist dag
frá degi, sálarlífið stytkist. Hann tók
að sannfærast um það á nýjan leik,
„að lífið er ljós," þar sem „helgunar
andi" lýsir og vermir.
Sömu hugarhlýjuna auðsýndi
kona Högna, Sigríður Brynjólfsdótt-
ir, hinu sjúka skáldi, eftir að hún
giftist Högna Sigurðssyni. Síðan
urðu þeir Jónas og Högni Sigurðs-
son aldavinir, meðan báðir lifðu.
Og nú yrkir skáldið Jónas Þor-
steinsson í öðrum tón, eftir að hafa
notið sálarhlýju Högna Sigurðssonar
um sinn:
Nú finn ég í sálinni megin og mátt
og mæni í heiðbláan geiminn,
því guðsharpan spilar mér glimjandi hátt
á gullnótur unaðarhreiminn.
I „telefon" geislanna talar ei fátt
um trúaðra vonar lífs heiminn.
Þar lýsir og vermir sem ljómandi sól
vor lífgjafi, helgunar andi,
við heilagan Sebeots hátignarstól
á himnesku sælunnar landi,
og útvaldir gleðjast við endalaus jól
í eilífu kærleikans bandi.
Um milljónir veralda fræðist ég fús
með frjósaman lífs-akurgróða,
vors himneska föðurins fjölbyggða hús
af fylkingum alheimsins þjóða,
með nægtirnar eilífu náttúru-bús,
sem næringu lífinu bjóða.
Eg sannfærist um það að lífið er ljós,
sem lifir í duftinu kalda,