Blik - 01.05.1967, Side 169
BLIK
167
það má hina indælu mynda sér rós
og margbreyttum líkömum tjalda,
þess gullstraumar þannig um aldanna ós
að eilífðardjúpinu halda.
Jónas Þorsteinsson hirti oft lítið
um kvæði sín. Krotaði þau stundum
á laus blöð, þegar svo bar undir og
sendi þau síðan Högna. Högna var
það ljóst, að slíkt hirðuleysi mundi
leiða af sér algjöra tortímingu á
kveðskap Jónasar skálds, vinar hans.
Þeir bundu það fastmælum, að Jón-
as skyldi senda Högna öll kvæði
sín. Gegn því heiti skuldbatt Högni
sig að skrá kvæðin í sérstaka bók og
varðveita þau þannig. Þetta gerði
Högni trúverðuglega. Handritið er
skráð með snilldarhendi Högna
sjálfs. Þetta kvæðahandrit afhenti
síðan Högni Sigurðsson þeim, sem
þetta skrifar, nokkru áður en hann
lézt. Það er heimildin fyrir mörgum
þeim kvæðum skáldsins, sem hér eru
birt.
Þegar Högni Sigurðsson og fyrri
kona hans, Sigríður J. Brynjólfs-
dóttir gifm sig (1. marz 1899), orti
Jónas Þorsteinsson þetta kvæði „til
brúðhjónanna Högna Sigurðssonar
real. stud. frá Vestmannaeyjum og
Sigríðar J. Brynjólfsdóttur."
Þú himnadrottning, heilög ástardís!
hig hjarta mannsins verndarengil kýs.
Þú hefur svifið svalt um jarðarskaut,
°g sigurljóma slær á þina braut.
Þú sameinaðir heiminn himnadýrð.
Þú huggar, græðir, himnakrönsum býrð.
I dufti foldar dáð sem litla ber
þinn drottinlegi helgidómur er.
Þú hefur norna-sáru sverðin deyft;
að sigurhæðum þér er bjargið kleift;
og örugg vóðstu vafurloga þrátt
á vinarfund með sterkan kærleiksmátt.
Þú hjörtun græðir heilags anda náð,
og helgan styrkir veikan lífsins þráð;
þú hefur vanið mjúka móðurhönd
og manns og konu ofið tryggðabönd.
Þú hefur fundið frjóvan akur hér,
sem friðarblóm og dyggðarhveiti ber.
í þessum hjónahjörtum vertu sterk.
Eg heiti’ á þig að gjöra kraftaverk.
Ég heiti’ á þig að snúa vatni í vín,
sem verði hjá þeim augljós dýrðin þín,
að þúsundfalda þeirra daglegt brauð,
og þeim að græða himins náðar auð.
Þeir stunduðu sjó saman, Högni
og Jónas, og reru þá oft með hand-
færi. Eitt sinn var eins og Jónas
gerðist kraftaskáld, er þeir Högni
voru á færum á grunnmiði einu úti
af Norðfirði. Sólskin og sumarblíða
umlék þá vinina og hugurinn hvarfl-
aði meir að skáldskap en „þeim
gula." Þá hvetur Högni vin sinn til
þess að yrkja erindi og krækja með
því lúðu á krók Högna. Og skáldið
orti:
Dragðu flyðru úr flæði,
feita, sem má heita
munnum ljúfa manna.
Mikið verði spikið.
Svinnur þá mun svanni
sýna dóttur þína
væna eftir vonum,
veit ég Gerða heitir.
Næstelzta barn Högna og Sigríð-
ar var þá nýskírt, er þetta gerðist,
stúlkubarn, sem hét Agústa Þorgerð-