Blik - 01.05.1967, Page 170
168
BLIK
ur. Tæpast mundi þessi frásögn hafa
lifað, svo lítil sem hún er, ef ekki
hefði undrið átt sér stað þá þegar,
sem sé það, að Högni dró stóra og
feita lúðu rétt eftir að erindið var
kveðið.
Sigríður Brynjólfsdóttir, kona
Högna Sigurðssonar, reyndist Jónasi
Þorsteinssyni umhyggjusöm og
hjartahlý. Hún eins og maður henn-
ar fann til með einstæðingnum
auðnulitla. Skáldið kunni að meta
mannlund hennar og drengskap og
vildi svo gjarnan vera maður til að
launa henni að einhverju leyti allt
það, sem hún hafði honum vel gjört.
Skáldið kvað til hennar vel gerða
vísu:
Eg til knúður yrki óð
um þig, skrúða lilja,
hugumprúð og hjartagóð,
Högnabrúður vangarjóð.
Vísa þessi mætti gjarnan lifa með
afkomendum hjónanna Sigríðar
Brynjólfsdóttur og Högna Sigurðs-
sonar hér í Eyjum og víðar.
Arið 1882 flyzt Færeyingur nokk-
ur frá heimkynnum sínum þar ytra
til íslands og gerist vinnumaður í
Hellisfirði. Sá hét Þorkell Joensen.
Hann mun hafa verið fæddur 1850.
Árið 1885 er Færeyingur þessi
setztur að í Norðfirði og átti síðan
heimili sitt þar á Nesi um tugi ára.
Fg minnist hans þar á fyrsta tugi
aldarinnar, en ekki er mér enn kunn-
ugt, hvenær hann lézt.
Sumarið 1899 reru þeir saman til
fi^kjar á tveggjamannafari Jónas
skáld og Keli Færeyingur, eins og
hann var jafnan nefndur í daglegu
tali.
Þorkell var gamansamur og hrók-
ur alls fagnaðar, þegar hann vildi
það við hafa. Jónasi skáldi þótti gott
með honum að vera, því að hin létta
lund Kela og spaugsyrði létti sálar-
líf Jónasar.
Frá þessum samstarfsstundum
þeirra um sumarið er hin alkunni
húsgangur í Norðfirði, eða var það
a. m. k. þegar ég óx þar úr grasi:
Það ber þó til ég segi satt,
samt þó kunni að ljúga,
en úr honum Kela aldrei datt
orð, sem mátti trúa.
Oft kvað Keli þessa vísu Jónasar
og hló hjartanlega, því að honum
þótti auðheyrilega vænt um hana.
Hann kunni að taka lífinu létt og
rétt, gamli maðurinn.
Á þessum árum stunduðu margir
Færeyingar sumarútgerð á Nesi í
Norðfirði, reru þaðan á litlu og
rennilegu árabátunum sínum með
línu og færi. Margir kynntust þeim
að góðu einu og þeir voru mikils
metnir sjómenn og fiskimenn. Við
kynningu þessa vaknaði þrá sumra
til að dveljast í Færeyjum um lengri
eða skemmri tíma. Svo var það með
Jónas skáld Þorsteinsson.
Það varð úr, að hann fór til Fær-
eyja líklega haustið 1899, þegar Fær-
eyingarnir hurfu heim það 'haust.
Þar dvaldist Jónas til sumarsins 1904
eða í 5 ár.
Þegar Jónas skáld var ferðbúinn