Blik - 01.05.1967, Side 171
BLIK
169
til Færeyja, sendi hann kunningja
sínum þessar vísur:
FERÐBÚINN TIL FÆREYJA
(Úr bréfi til kunningja)
Frá Islandi fer ég og álít það synd,
svo óhappanornum að freista.
Eg hef ekki konungsins hátignarmynd,
og hvað er þá gæfunni að treysta.
Eg flana þar staflaus á flughálum ís,
og finn þó ég stofna mér vanda.
Eg býst enda við því mér bani sé vís,
en ber mig í guðsnafni að standa.
Þegar landið hvarf í sæ á leið til
Færeyja, orti skáldið þetta kvæði og
sendi Högna Sigurðssyni vini sín-
um í Norðfirði:
Á LEIÐ TIL FÆREYJA,
ER ÍSLAND HVARF í SÆ:
Fjallagyðja á fannastól,
fóstran, sem ég trega,
sittu nú við segulpól
signuð eilíflega.
Ef mín skammvinn ævi dvín
úti’ í stútungslöndum, -—-
blessuð dragðu beinin mín
brátt að þínum ströndum.
ÚR LJÓÐABRÉFI TIL HÖGNA
SIGURÐSSONAR, NORÐFIRÐI,
SENT FRÁ FÆREYJUM 1901
Högni minn, ég heilsa þér
hjartanlega glaður.
Andinn til þín sveiflar sér,
sá er óhindraður.
Hér er kynja sýn að sjá,
sem mun dável skarta;
rauðan pappír rita ég á
rúnaletrið svarta.
Að því leyti efnin góð
eru til og fengin;
liti fala lætur þjóð,
en ljóðagáfu enginn.
En ég lengur ekki hem,
alla gengna úr skorðum,
munnhörpuna mína, sem
mér gaf Iðunn forðum.
Þegar ljóssins leiftur blíð
loga á þínum fönnum,
engin gyðja er svo fríð
1 óllum guða rönnum.
Hjá þínu skarti hól sem hlaut
hreint svo enginn trúði,
klerka skrúði og konungsskraut
er kotungs amalúði.
hú átt margan þrekinn björn,
þolinn böl-við-skara,
°g hróðrarsvan á hverri tjörn, —
heimsins forsöngvara.
hinna sona frægðin fer
ham með hrósi ríku,
bess er getið, gjört sem er, —
Sleði er þó að slíku.
Mikill skaði það er þó
þegni vilja knúðum,
því hér er yrkisefni nóg
eins og þang á flúðum.
Fróðlegt væri um Færeyjar
og fólkið ljóð að syngja.
Mig þess hindra hörmungar,
hugans flug, sem þyngja.
Sætur (stúlkur) skarta á Suðurey,
samt þó helzt í Vaagi;
sýnist mér þar sérhver mey
svo sem friðarbogi.
Fjólan lúta feimin má
fyrir klæðasólum,
þeim, sem ganga glenntar á
glæstum silkikjólum.