Blik - 01.05.1967, Síða 174
172
BLIK
Minnar ættar bezta blóm
burtu hafið, syrgja má ég.
Fátt til gleði eftir á ég.
Þungum vægðu, drottinn, dóm.
Gef mér huggun, gleddu sál,
geymdu hana, sem ég þrái;
veit þú hennar fund ég nái,
þegar lýk ég lífsins skál.
Sálin þín var sumarrós,
sem ei vetrarhreggið þoldi,
það var kröm á þjáðu holdi,
hennar eilíft hæfði ljós.
Lífsins faðir líknarhönd
þér í dauðans þrenging rétti,
þjáninganna byrði létti;
hóf þig svo í himins lönd.
Liðna systir, þökk sé þér;
þú mitt dapurt sinni gladdir.
Liðins tíma ljúfar raddir
ljóma það í hjarta mér.
Hörpu minnar heimur skal
birta ást í brjósti mínu,
blíðri rós á leiði þínu,
meðan gróa grös í dal.
Og systir Jónasar, móðir stúlk-
unnar, er að örmagnast undir sorg-
arbyrðinni, sem er þyngri en allt
annað, er fyrir var. Sjúkur sjálfur
reynir Jónas skáld að létta byrði syst-
ur sinnar með því að yrkja saknað-
arljóð í hennar nafni.
Þú þekkir einn, drottinn, minn þungbæra kross,
og þú hefur gefið mér dýrmætast hnoss
í ástvina tryggustu aðstoð og trú,
því alvís og líknsamur faðir ert þú.
En nú hefur slokknað mitt ljúfasta ljós,
því lífsins af akri er horfin min rós.
Ég vökvaði hana, þá vorsólin skein;
nú væti ég tárum þá fölvuðu grein.
Æ, dáin, æ, horfin er dóttir mín kær,
ó, drottinn, þú veizt, að mig harmurinn slær.
Æ, réttu mér hönd þína, reistu mig nú,
ég reiði mig á þig í lifandi trú.
Þú sendir mér hana á hættunnar tíð,
og hún var mér engill og létti mér stríð,
með gleðjandi alúð og hjúkrandi hönd,
unz hana þú kallaðir nauða frá strönd.
Þó orpinn sé duftinu andi minn hér,
hann út yfir takmörkin hverfleikans sér;
og hjá henni gleður sig hugurinn því
með hersveitum englanna sælunni í.
Og nú vakna mér bernskuminni.
Enn minnist ég þess, hversu oft
fólk í Norðfirði minntist með við-
kvæmni „slyssins mikla" við Barðs-
nes 2. des. 1898, er Ármann bóndi
og formaður Hermannsson á Barðs-
nesi drukknaði þar í lendingu ásamt
tveim hásetum sínum í stormi, brimi