Blik - 01.05.1967, Page 175
BLIK
173
og náttmyrkri. Einn hásetinn bjarg-
aðist, Bjarni Hildibrandsson, faðir
hins góðkunna samborgara okkar
hér í kaupstaðnum, Armanns
Bjarnasonar í Laufholti (nr. 18) við
Hásteinsveg.
Jónas skáld Þorsteinsson orti þrjú
erindi eftir Armann Hermannsson
og birtust þau í Austra á Seyðisfirði
31. okt. 1899.
Þrumaði þungum rómi:
„Þar hefur Ármann farizt.
Fullhuginn mesti fallinn."
Fregnin skar hjörtun gegnum.
Viknandi beimar blikna,
blæða tók sorgaræðin.
Grátið úr Helju geta
góðan dreng vildi þjóðin.
Skeð hefur landi skaði
skæðast um hrannar æði.
Mann Baldur mat ég þennan
meiri en tírætt fleiri.
Lýsandi dyggðaljósið
ljómandi hreinum sóma
ævinnar göngu yfir,
eindæmum næst ég meina.
Grafið sitt herfang hefur
Hrönn, — það er fólgið mönnum.
Skili því síðar skal hún,
skeður þá eilíf gleði.
Tárum og trega vorum
truin í fögnuð snúi.
Guðborin sálin góða
gistir í dýrð hjá Kristi.
Haustið 1904 hefur Jónas Þor-
steinsson að líkindum komið heim
aftur frá Færeyjum. Dvaldist hann
þá í Mjóafirði að mestu leyti þar til
haustið 1906 að han lagði leið sína
til Vestmannaeyja til Högna Sig-
urðssonar vinar síns. Þau hjón Högni
og Sigríður höfðu þá búið hér í
Eyjum í 4 ár (sjá Blik 1963). Jónas
dvaldist síðan hér í byggð vertíðina
1907 og vann öll venjuleg vertíðar-
störf í landi, líklega mest við að-
gerð og beitingu.
Þennan vetur orti skáldið mörg
kvæði. Það var sem samvistin við
Högna Sigurðsson glæddi skáld-
hneigðir hans og hugarflug. Einnig
orti hann þá nokkur gamankvæði.
Hér læt ég eitt þeirra fjúka. Það
er ort til Sigurðar Sveinssonar snikk-
ara í Nýborg hér, en þeir höfðu
kynnzt þennan vetur og að góðu
einu, og þeir gerðu að gamni sínu,
karlarnir.
I útlegðar Babýlon una ég hlýt
með óyndiskvölum,
því varla ég augnabliks ánægju nýt
í austfirzkum dölum.
I dáleiðslu sveifla mér dísirnar heim
með draumórahrekki.
Eg uppnuminn þykist í englanna geim,
en Eyjarnar þekki.
Á sérhverjum bergstalli söngskari býr
og sannheilög kirkja,
svo fagur er bragurinn fellingardýr,
sem fuglarnir yrkja.
Og sólgylltu rósirnar Eyjunum á
mér Edens skart sýna.
Við skilningstréð ertu með alheiða brá
þér epli að tína.
I gæfunnar blómsveiga — gengur þú —
val,
sem guðs fyrsti maður.
En hlustaðu aldrei á hégómatal
né höggormaslaður.