Blik - 01.05.1967, Page 176
174
BLIK
Okkar góðkunni sonur Högna
Sigurðssonar og þeirra hjóna í Vatns-
dal, Sigurður heitinn, sem flest
okkar muna enn svo vel, fékk þess-
ar vísur hjá skáldinu veturinn 1907.
Þá var Sigurður Högnason 10 ára
gamall:
Sonur Högna Sigurður,
sem með þögn er auðkenndur,
hljóti fögnuð hugljúfur,
hvers manns sögnum lofaður.
Sá hinn sami Sigurður,
sem um pallinn gengur,
han er bæði hugljúfur
og hermannlegur drengur.
Þegar Jónas Þorsteinsson kom
aftur austur frá dvöl sinni í Eyjum,
gerðist hann „lausamaður" austur á
f jörðum og dvaldist þá ýmist í Norð-
firði eða Mjóafirði. Árið 1909—
1910 er hann „húsmaður" hjá Elíasi
syni sínum, sem þá var orðinn bóndi
á Krossi í Mjóafirði, giftur Þórunni
Björgu Björnsdóttur (gift 14. nóv.
1903). Árin 1910—1912 er skáldið
húsmaður hjá Karli Guðmundssyni
frá Hesteyri í Mjóafirði. Hann var þá
einnig bóndi á Krossi. Þaðan flytur
Jónas skáld til Norðfjarðar. Þá átti
hann merkan þátt eftir óspunninn af
ævinni.
Árið 1913 ræður Jónas Þorsteins-
son til sín „bústýru', sem hefur
tveggja ára dreng á framfæri sínu.
Hún hét Jóhanna Jóhannsdóttir, þá
22 ára (f. 25. des. 1892). Þá stóð
Jónas Þorsteinsson á sextugu.
Á þessum árum hóf Jónas að
stunda lækningar og gat sér hjá
ýmsum góðan orðstír fyrir heppni
sína á því sviði. „Hómópati" var
hann þá titlaður og miðlaði lyfjum
í dropatali og gat sér ástsæld sumra
kvenna a. m. k. fyrir „nýja heilsu,"
sem hann hafði „gefið þeim." Eg
minnist r. d. eldri konu, sem eitt sinn
var gestur á æskuheimili mínu. Hún
átti naumast nógu sterk orð til að
lýsa því „kraftaverki," sem þessi
lítt lærði „hómópati" hafði gert á
henni. Það hafði „brakað í henni
allri innvortis" um margra ára skeið,
sagði hún, og deifðin og drunginn
var óskaplegur, bætti hún við, svo
að til hörmungar horfði með hjóna-
bandið. Þetta skildi ég ekki þá, að
drunginn og deyfðin þyrftu að hafa
hin minnstu áhrif á hjónabandið!
Sjálfur var ég stundum haldinn
deyfð og drunga t. d. við vinnu, þeg-
ar heitt var í veðri, og hvernig gæti
slíkt fyrirbrigði í molluveðri haft
nokkur sérstök áhrif á hjónaband
mitt, þegar ég kæmist svo langt á
lífsleiðinni? Nei, þetta hlaut að vera
eitthvert þvaður. Þó fannst mér eins
og fóstra mín skildi þetta allt saman.
Eg þagði og velti vöngum, „hellti úr
eyrunum" svona með sjálfum mér.
En minnistæð urðu mér orð þessarar
konu. Og konan lýsti nákvæmiega
inntökunni á þessum dásamlegu
lyfjum frá honum Jónasi hennar.
Fyrst tók hún tvo dropa úr glasi A
í fullri stórri matskeið af vatni. Hálf-
um tíma síðar tók hún einn dropa úr
glasi B í hálfum bolla af vatni, þ\ í
að það lyf var mun sterkara en hið
fyrra, skildist mér, og þessvegna