Blik - 01.05.1967, Side 178
176
BLIK
korn'barn, og gerðu hana að kjördótt-
ur sinni. Með hana á kné sínu orti
faðirinn þessa vísu:
Ofnishlíða eikin fríða
er svo blíð og skemmtileg.
Hún minn stríða heftir kvíða,
hana tíðum kyssi ég.
Föðurgleðin leynir sér ekki í vís-
um þessum hjá hinum sextuga föð-
ur, sem hefur nú aftur barneignir.
Jónas skáld Þorsteinsson andað-
ist 16. okt. 1921 á 69. ári.
Ljósunn Jónasdóttir var 6 ára, er
faðir hennar lézt. Þá tók Ingólfur
Arnason frá Grænanesi hana í fóst-
ur. Hjá honum og konu hans mun
hún hafa dvalizt 2—3 ár eða þar
til Ingólfur missti konu sína. Þá
tóku hjónin á Barðsnesi, Sigríður
Þórðardóttir og Sveinn Arnason,
bróðir Ingólfs, Ljósunni í fóstur og
dvaldist hún síðan hjá þeim mætu
hjónum í 8 ár eða til ársins 1931.
Harðangur nefndi Jónas skáld
Þorsteinsson íbúðarhús sitt á Nesi í
Norðfirði. Eg læt vera að lýsa vist-
arverunni þar. Enn rennur mér til
rifja öll sú fátækt, sem skáldið og
f jölskylda hans áttu þar við að búa,
og allur sá þrældómur, sem Jóhanna
bústýra lagði á sig og varð á sig að
leggja á þessum erfiðu árum, þegar
alllt var á frumstigi hjá okkur,
flutningatækin, vegirnir, verzlunar-
hættirnir, kaupgjaldsmálin, — já,
réttur fátæklingsins til að lifa, — til
að draga fram lífið. Já, allt allt.
Marga kolapokana sá ég Jóhönnu
bústýru bera á bakinu heim að Harð-
angri klædda tötrum. Þá féllu sjald-
an skórnir að fótum hennar. Þeir
voru oftast af „hinu kyninu” og lík-
lega „númer 44”, þó að hún hefði
getað komizt af með nr. 39, ef allt
hefði verið með felldu. — Já, ég finn
enn þá meira til þess nú en þá,
hversu þetta allt var ömurlegt. Já, líf
fátæklinganna í heild. Það má
gleymast, segir þú, lesari minn góð-
ur. Er það alveg víst? Er þetta ekki
eilítilll kafli úr sögu þjóðarinnar?
Hversvegna að draga fjöður yfir á-
takanlegustu kaflana? Ef til vill
megum við mest af þeim læra.
Eg held meira að segja, að það
geri mig sjálfan á mínum aldri að
betri manni, að rifja allt þetta upp
og gera mér sem fyllsta grein fyrir
ævi Jónasar skálds Þorsteinssonar og
örlögum, og svo þeirra, sem lifðu
með honum og fyrir hann og tengdu
örlög sín ævi hans og atorku eða
atorkuleysi, gáfum og svo gáfna-
skorti til þess að sjá sér og sínum
farborða í von og trú á gæfu og
gengi á tímum vályndis og voða,
fátæktar og úrræðaleysis, þegar ham-
farir náttúruaflanna á landi okkar
færðu allt í fjötra og hindruðu allt
bjargræði, fyrst og fremst sökum
úrræðaleysis þjóðarinnar, fátæktar,
tæknilegrar fáfræði og umkomu-
leysis. Aðeins afburðamennirnir að
hyggindum og forsjálni flutu skað-
litlir yfir þann örlagastraum og
björguðu þá æðioft öðrum með sér.
Ef til vill eigum við þeim mest að
þakka tilveru þjóðarinnar nú, af-
burða hyggindagáfum þeirra og at-