Blik - 01.05.1967, Side 180
178
BLIK
Þitt ástarauglit blíða
lát oss í ttúnni sjá
og ljóssins hallar ljóma skraut,
sem lýsa enginn má.
Á PÁSKADAG
Guðdóms dýrðar sólna sól
signist frelsuð öndin.
Sveipast dauðans sorta-pól
sigurgeisla böndin.
Ljóma birtir lífsins hvel,
Ijósið dauðann þýðir.
Dáðlaus hímir döpur Hel,
drottins boði hlýðir.
Gæzkan lifir, guðson kær,
grafinn himnablómi.
Augljós verður unaðsskær
upprisunnar ljómi.
Villumyrkrið dapurt dvín
dróttum sannleiksgjörnum.
Unaðsljós um eilífð skín
öllum drottins börnum.
Da.uðans birtir dimmu spor
dagur upprisunnar,
senda þangað sæluvor
sætir lífsins brunnar.
Þennan líkam saurgar synd,
sem til jarðar dettur.
Æðri, dýrðleg, eilíf mynd
upp af honum sprettur.
Það má veita þjóðum ró,
þar og krafta hvetja,
að með oss lifði, leið og dó
ljóssins sigurhetja.
í DÖGUN
Kom blessuð sól með árdagsyl,
við auglit þitt ég gleðjast vil.
Þín heilög mynd er hjartakær,
því hún er unaðsskær;
þú hrífur oss frá sorgaseim
í sæluríkan dýrðarheim,
því hvar sem vér þitt lítum ljós
skín lífsins bjarta rós.
Þú kallar lífið fram úr fold
og frjóvga gjörir dauða mold,
því guðdómsandi gæzku hýr
í geisla þínum býr.
Þú gulli skýrðir blóm og björk
um byggðir, fjöll og eyðimörk
og laugar allt með líknaryl
á láði, sem er til.
Hve gleðjast má ég sérhvert sinn
við sælan dýrðar bjarma þinn.
Þú átt mitt líf, — ég elska þig,
sem endurnærðir mig.
Og nær mín hérvist enda á
ég óska mér að svífa þá
á geislum þínum glæsta braut
í guðs míns friðarskaut.
KVÖLD
Höfuð mitt á hægum dún
hafi værðir góðar
og dula nemi draumarún,
sem dísir rista fróðar, —
unz röðull roðar tind
og guðdómlegri geislaveig
hin gullna dreifir mynd;
ég fer þá út og tek mér teig
úr tærri himinlind.
Eins og ljóssins unnir frá
upp heimsveldi streyma,
aldinblóma angan má —
æðri drottins heima —
andans ilman ná.
Æðstu lífsins ósk ég næ,
ef ég vesall má,
drottins sæta dýrðarblæ
daglega andað fá.
VEÐURBLÍÐA
Trauðla ennþá tekur rýrð
tíðar blíðu megin.