Blik - 01.05.1967, Page 182
180
BLIK
Þinn hástóll yzt við himingátt
í hafís — köldum —• geimi stendur,
þars rammefld hamast Rán við strendur,
svo klettadrangar kveina þrátt.
En hvar mun svanur syngja fegra,
og sýnið himins prýðilegra?
Hvar verður heims í villtum glaum
eins værum haldið æskudraum?
Á SUMARDAGINN FYRSTA
Lýði gleðja lífsins jól, —
létt er vetrardrunga.
I geislabaði gullin sól
grasið laugar unga.
Það má reifað síðan sjá, —
svona er drottinn góður. —
Bráðum þroska blómin ná
á brjóstum sinnar móður.
HAUSTSTÖKUR
Fannir stækka, freyðir hrönn,
fenna góðar vonir senn;
sannarlega bjargarbönn, —
brenni helzt þó skorti menn.
Mjöllin kæfa mengi vill,
mollan þyngist eigi holl.
Tröllum hæfir tíðin ill,
tollir hríðin þeim við koll.
Leynir sunna ljóssins hrönnum,
lokast brunnur himinyls.
Varla grunnum fá í fönnum
fleinarunnar slyddu byls.
Fölvarós í kuldaklóm
kreystir grimmur vetur,
en guðs náðar blessuð blóm
bliknað aldrei getur.
Út um hóla grimmdargjóla
gullið fjólu hefur máð.
Hverfur sól, en nú er njóla
nærri jólum skrauti fjáð.
HAUST
Haustar í dölum
með blómskreyttum bölum
og brumfagra skóga.
Grösunum fölum
í gammsanda svölum
má gaddurinn óga.
Hætt er vér kölum
með holdlegum kvölum
og hugarkröm nóga.
Ljúfa von ölum,
að ljóssins frá söium
oss líkn muni fróa.
Finn ég æ betur
að færist að vetur
forlaga minna
Líkamatetur
ei gagn unnið getur
og glapin er sinna.
Örbirgðin hvetur,
en eymdin mig letur
til auðlegðar vinna.
Enginn það metur,
hvað armóður étur
margt áformið svinna.
HAUSTIÐ 1917
Heimsstyrjöldin fyrri (1914—1918)
hefur þjáð mannkynið í þrjú ár, þegar
þetta ljóð er ort:
Við skulum, lyngormsvallar slóð,
velja slyngast lag við óð;
það má yngja þrotin móð,
þegar klingja fögur ljóð.
Margt á seiði orðið er,
öllum leiðast tíminn fer;
gæfu sneyðir gjörðan hér
guðareiði köllum vér.
Höldar fengið hafa mát,
hnignar gengi, minnkar stát;
er á mengi fallið fát,
finnst ei lengur hyggja kát.