Blik - 01.05.1967, Síða 183
BLIK
181
Refsar veröld sjálfri sér,
syndin þvera dóminn ber.
Ægir mér að inna þér
allt sem skera hjörtun fer.
Kulnar gróður kristninnar,
kærleikssjóður veraldar;
dansa um slóðir dreyrugar
djöfulóðar þjóðirnar.
Friði spottast öldin að,
allt, sem gott er, fótum trað.
Sefur drottinn? ■— Sýnist það!
Satan glottir veröld að.
Dýrðleg kirkja dáð ei ber
dyggð að styrkja, — því er ver!
Grimmdin Tyrkja göfgast fer,
guðlaust myrkur hrósar sér.
Reynum flug þeim raunum frá
rýrum hugarvængjum á;
trauðla duga mærðin má,
mest er bugar neyð og þrá.
Við skulum ræða’ um veðrin hörð,
varla stæð á frónskri jörð;
hriktir svæði’ — og grundargjörð
gýs með æði’ um fjallaskörð.
Flestir hýrast inni’ í yl,
af sér stýra norðan byl;
kúra hlýr í kör ég vil,
kuldi býr fyrir utan þil.
Frostið bítur helju hart,
hríðar þýtur élið margt,
fannir lýta foldarskart,
fellur ýtum tíðin vart.
Fíimins skyggir bláu brá.
Börnin þiggja ljós að fá.
Spila glyggur Grýlu á,
greyið liggur þá áskjá.
Látum grímu leika sér
lítinn tíma að stjörnu hér.
Móðir híma megum vér,
minnkar skíma, — kvöldað er.
Gjaldahólið eigló á,
alda hjól hún knýja má;
halda’ í bólið fljótt vill fá
faldasólin ung og smá.
Þá skal kvæðið þagna skjótt,
það er bæði stirt og ijótt.
Lofi í næði sætt og rótt
seljan klæða hverja nótt.
Hana dreymi unaðsauð —
æðri heima daglegt brauð. —
Dýrðargeim, sem drottinn hrauð,
drósin sveimi frí við nauð.
Fauskur „kallinn" orðinn er,
óðarspjall sem flytur þér;
þreyttan skalla beimur ber,
bráðum hallar klumsa sér.
Það vill enginn þennan brag,
þótt gullstrengja — hörpuslag
syng’ann mengi sérhvern dag,
samt ég fengi hryggjar nag.
Barnagælan hættir hér
helzt sem fælu þvætting ber, —
en þó hæla ætti mér,
ef hún skælur bætti þér.
HUGLEIÐING Á FERÐ UM NÓTT
Eg er sem barn og skoða megin skara,
sem skautið auðga náttúrunnar ber.
En hvaðan kom ég? Hvert er ég að fara?
Minn hugur spyr, en svar ei fengið er.
I gegnum myrkrið leiftra stjörnuljósin
og lífi mínu vekja himinþrá,
og hverfulleikans reglu táknar rósin,
sem rís og fellur jarðargrundum á.
Ég þreifa á og því ég trúa kunni,
í þeirri skoðun sæla veitist mér,
því auglit guðs í allri náttúrunni
við anda mínum brosir hvar ég er.
Frá guði sérhver geisli lífsins stafar,
og guði þjónar tiiverunnar heild.
Til guðs er allt, þó gjarnan ekki án tafar,
en guð mun hefja lífsins neðri deild.