Blik - 01.05.1967, Side 184
182
BLIK
SJÓFERÐARSÁLMUR
Á djúpið ræ ég drottinn kær
með djörfung fyrir kraftinn þinn.
Ef býður þú, þá blíðkast sær
og bátinn ekki skaðar minn.
Ef hasta þú á vindinn villt,
þá verður kyrrð um land og sjá,
og himinbráin hýr og stillt
oss hermir þinni gæzku frá.
Eg leita hafsins auðlegð að,
sem öllum gafst til líknar þú.
Eg veit ei henni vísan stað,
ég verð að þreyta bæn í trú.
Ó, drottinn gef mér daglegt brauð,
sem duga má til bjargar mér.
Ég fel þér lífið, lán og auð,
í lífi’ og deyð ég treysti þér.
Ekkjan Rósa Bjarnadóttir, sem
bjó í Hvammi í Mjóafirði á árunum
1880—1887 og missti mann sinn,
Jón Hermannsson það ár, varð aft-
ur fyrir sárri sorg þrem árum síðar,
er hún missti tvö börn sín sama
haustið, 1890. María Ingibjörg dótt-
ir hennar lézt 15. nóvember, þá 8
ára gömul, og Hermann sonur
hennar 18. des. sama ár, 23 ára.
Jónas skáld orti þetta ljóð í nafni
móðurinnar henni til fróunar:
SYSTKININ HERMANN JÓNSSON OG MARÍA I. JÓNSDÓTTIR
Hvað er lán og atgjörvi? Hvað er æskan blíð?
Himinperla fallandi, blóm í vetrarhríð.
Lífið manns er bóla á brimóðum ver
borin hörðum straumi á fjörbrotasker.
Hvað er það, sem friðlausu hjarta veitir ró?
Hvað er lífsins bjargráð í tímans ólgusjó?
Það er drottins svalandi sæta náðarlind;
sýnir hún oss lifandi Jesú dýrðarmynd.
Mér brunnu tár á kinnum og blæddi hjartans und.
Ég ber í fersku minni þá sáru raunastund,
bani þegar lífinu barna minna hratt,
blómi ættar sinnar þau voru, það er satt.
Það er satt, að atgjörvi var þeim lánað bezt,
þrek og fegurð andans þau prýddi allra mest.
Undi ég við sælustu ellidagavon
um efnilega dóttur og mannvænlegan son.
Þannig fer oss aumum í þessum bernskuheim;
þykist taka gæfuna maður höndum tveim;
það er aðeins geisli, sem glitrandi deyr;
gleður snöggvast augað og sést ekki meir.
Ég heyri rödd, sem komin er himninum frá:
„Hver, sem á mig trúir, mun ekki dauðann sjá."
Fagna ég nú vissu, en framar ekki von, —
faðir himna kallaði dóttur mína’ og son.