Blik - 01.05.1967, Page 186
184
BLIK
Ó, hve dýrlegt er að sjá
upp á himinboga
hreinu glansa í heiði blá
helgan stjörnuloga.
En það helzt mér yndið fær
og undrun sálu fyllir,
er segulljósa-sían skær
sunnutjaldið gyllir.
ÞRÁIR SÓL
Eygló skær ég eina þig
eins og lífið þrái;
sigurgeislum signdu mig,
svo ég blessan fái.
Hrynur fram um hnattastig
hrönn af ljóssins brunni;
farðu máni að fela þig
fyrir sólgyðjunni
Nóttin sjálf í felur flýr
felmtruð, — það við sjáum,
af því dagsins engill hýr
er á næstu stráum.
Heiðan stari ég himin á,
hygg að ljóssins gáttum.
Honum leikur bros um brá,
birtir af hýrudráttum.
Skáldið gekk fram hjá bóndabæ um
nótt, og kemur honum þá í hug sjálf-
ur bóndinn:
Bóndinn heima blundar nú
í bólinu holulausu;
sælt hann dreymir seims hjá brú
og setur upp nef á ausu.
Sláttur lét skáldinu illa:
Mætti ég líta aldrei orf,
enginn maður nefndi hrífu;
hvílíkt blessað heillahorf
og himinskin í mótgangsdrífu.
Sreinn Jónsson kennari og Jónas
skáld glettust títt og sendu þá hvor
öðrum vísu:
Steinn er oft með stirða lund
og starir á lífið hissa,
af því rínar — eldagrund
engin vill hann kyssa.
Verkamaður á Nesi í Norðfirði
var kunnur að kerskni við samstarfs-
menn sína. Eitt sinn unnu þeir sam-
an, verkamaðurinn og Jónas skáld,
sem gekk daglega með gleraugu, er
var ekki algengt þá. Verkamaðurinn
erti skáldið og kallaði gleraugna-
glám. Þá kvað það:
Þótt ég horfi gegnum gler
glöggskyggni að reyna,
sómakosti samt hjá þér
sé ég ekki neina.
Sögnin segir, að verkamaðurinn hafi
þagnað. Ekki óskað eftir fleiri vís-
um, sem yrðu húsgangar þarna aust-
ur í fjörðum, eins og þessi varð.
Tvær einsetukonur gerðu hagyrð-
ing heimboð af gömlum kunnings-
skap og báðu Jónas skáld að yrkja
svo sem tvær vísur, sem þær þá
flytti gestinum við komuna til þeirra.
Hagyrðingurinn hét Jón.
1. k.:
Jóni lætur ljóðasmíði,
löngum kætir sprund og hal.
Hann er mætust húsaprýði,
honum sæti bjóða skal.
2. k.:
Vertu hingað velkominn,
vísna slyngur smiður;
senn í kringum sessinn þinn
sætur dyngjast niður.