Blik - 01.05.1967, Page 187
BLIK
185
Páll jökull Pálsson, sem fylgdi
W. L. Watts yfir Vatnajökul þveran
árið 1875, kynntist Jónasi skáldi á
Austfjörðum. Páll fullyrti eitt sinn,
er þeir ræddust við, að tilfinningar
sínar væru ýmist heitar sem bál eða
kaldar sem sjálfur Vatnajökull. Þá
kvað skáldið:
Sami jökull, sem að frýs,
svellabrynju klæddur,
einatt heitum eldi gýs,
innan loga bræddur.
HEILRÆÐI
Falskan gimstein, ef þú átt
og þér svíður skaðinn,
fleygðu honum frá þér brátt
og finndu gull í staðinn.
Sigling og sjómennska var skáldinu
unun:
Á SIGLINGU
Festir böndin fegin hönd.
Fram með strönd og boðum
súðaönd um silalönd
siglir þöndum voðum.
Syndir márinn súða nú
sollið þara-inni;
blíður Kári, ber oss þú
heint í vararmynni.
Gefist leiði grund að ná,
gæfa þreyð er fengin;
valinn reiða vængi þá
vel út breiða skaltu sjá.
Reiðatjaldur reisir hlið
ránarfaldi móti.
Báran skvaldrar borðið við
harnakjaldur þungskilið.
Herðir sprettinn heim á leið
húnalétti jórinn
hægir þétta hugarneyð
hans ið netta renniskeið.
„STRENDINGUR"
HÉT BÁTUR SKÁLDSINS
Þegar Strending er ég á
út úr lending kominn,
gleðifjendur, þraut og þrá
þönkum venda mínum frá.
Svei því doði svæfir mann,
sá er gnoðablómi,
fer með voð um flyðrurann,
fær ei boði tekið hann.
Á dögum Jónasar skálds nutu
sumir kaupmenn lítillar ástsældar
með alþýðu manna þar austur í
fjörðunum. Þeir virtust hafa öll ráð
almennings í sínum höndum og
þóttu harðdragir, illskeyttir og á-
gengir í meira lagi í viðskiptum við
verkafólk og smærri útvegsbændur
a. m. k.
Sumir þeirra lögðust til hinztu
hvíldar með fálkaorðuna íslenzku á
brjóstinu.
Hug almennings til kaupmanna
túlkaði Jónas skáld með vísu þessari:
Kaupmenn véla og kúga þjóð,
köldum þela beita,
svíkja, stela, sjúga blóð,
söfn í pelann reyta.
Um margra ára bil og fram yfir
aldurtilastund Jónasar skálds Þor-
steimsonar var líkkistusmiður á
Nesi í Norðfirði Páll Markússon,
faðir tónlistamannsins Helga heitins
Pálssonar.