Blik - 01.05.1967, Page 189
BLIK
187
Pétur Sigurðsson, ritstjóri.
Hinn þjóðkunni erindreki og rit-
stjóri, Pétur Sigurðs'ion, hefur sent
Bliki þessi Ijóð. Birt með þökkura.
SALÓME DANSAR
Salóme dansar — dansar þjóð.
I dansinum tryllast menn og fljóð,
menn þyrstir í vín og þyrstir í blóð.
Það er hinn heiðni siður.
Villtur í nautnir heimurinn hlær.
Heródes ríkir, — dansar mær,
loforð um hálfan heiminn fær, —
um höfuð spámannsins biður.
Salóme dansar, dimm er nótt.
I dimmum klefa er sofið rótt.
Fangaðir guðsmenn hafa hljótt. —
Heimurinn vöku lengir.
Hoppar og leikur hirð og fljóð.
Heródes ríkir, dansar þjóð,
sólgið í nautnir brennur blóð. —
Böðullinn exi dengir.
Salóme dansar, dansar þjóð,
dunar í höllu, brennur glóð.
Menn þyrstir í vín, menn þyrstir í bióð,
þorstinn í sálunum logar.
Þá sverja menn girndum hávær heit,
og hætta á flest. — Það enginn veit,
hve miklu drukkin og dansmóð sveit
til dýrðar því lífi vogar.
Sá, er hvílist og sefur rótt,
er sviftur værðum um miðja nótt.
Danslýður aldrei hefur hljótt.
Heródes böðla sendir. —
Salóme dansar, dansar þjóð,
drýpur af stalli spámannsblóð.
Valdhöfum stjórnar vín og fljóð.
Vita menn hvar það lendir.
Salóme dansar, dansar þjóð.
drekka og svalla menn og fljóð.
Vínið freyðir og blandast blóð. —
Bjart er í konungs sölum.
Einn í myrkri, með hlekk um hönd,
hjarta kvalið og særða önd,
sviftur frelsi, en ber sín bönd,
blundar á hörðum fjölum.
Að dansandi fótum drýpur blóð.
Deyja spámen hjá slíkri þjóð.
Valdhafa stjórnar vín og fljóð.
Valtur er sá í ráði.
Einvaldsherra og æskuþrótt
oft hefur fellt ein veizlunótt.
Heimsveldi stundum hrundu fljótt,
hæst þegar dansinn náði.