Blik - 01.05.1967, Page 190
188
BLIK
Salóme dansar, — drýpur blóð
drottins þjóna í böðuls slóð.
Heródes ríkir, hnignar þjóð.
Hörpur og bumbur gjalla.
Dýr er veizla og djúpt er sótt,
drekkandi æska missir þrótt,
dagur breytist í dimma nótt. —
Dansandi þjóðir falla.
Spámenn deyja, en dansar þjóð,
dvínar í brjóstum heilög glóð,
tapandi ríki tæmir sjóð. —
Traustið er valt á fæti. —
Margt hefur skeð um myrka nótt,
mörg hefur kynslóð látið fljótt
auðlegð, heiður og æskuþrótt, —
allt fyrir dans og kæti.
SJÓMANNASÖNGUR
Nú skal ýta úr vör, hefja harðsnúna för,
hvort sem hreppum vér blítt eða stórhríðarbyl,
gefa orku og blóð fyrir ættjörð og þjóð.
Það skal örva vorn dug, þetta lífshættuspil.
Ekki hrellir oss sær, það er heimur vor kær,
þar sem hlær við oss bárunnar drifhvíta traf.
Það skal auka vorn mátt, þegar aldan rís hátt.
Það er yndi hvers sjómanns hið stormvakta haf.
Sækir fullhugalið út á fengsælust mið,
klýfur freyðandi ölduskafl borðfögur súð.
Ekki stendur á byr eða’ um straumana spyr,
þar sem stálbúin gnoð siglir vélorku knúð.
Hvort sem ljósgeislans staf yfir hauður og haf,
bregður hækkandi sól og hið nóttlausa vor,
eða myrk eins og gröf ógna helþrungin höf,
yfir hætturnar stærð gnæfir sjómannsins þor.
Fjöldi útlendinga leitar sér atvinnu
í Vestmanaeyjum
Segja má með nok'kru sanni, að
með vertíðinni 1963 hefjist nýr þátt-
ur í atvinnulífi Vestmannaeyja.
Kaupstaðurinn verður öðrum þræði
atvinnustöð fjölmargra útlendinga
víðsvegar úr heiminum.
Aðstreymi erlendra manna hingað
til Eyja til þess að vinna við fiskiðu-
aðinn hefst með komu Vestur-íslend-
inganna, Kanadabúa, hingað sumar-
ið 1963. Alls munu hér það ár hafa
unnið um 30 útlendingar. Þar af
11 Vestur-íslendingar, ef við viljum
flokka þá með útlendingum. Hinir
voru Irar, Þjóðverjar, Englendingar,
einn Frakki, einn Hollendingur og
einn Marokkóbúi.
Flestir munu þéssir erlendu verka-
menn hafa komið hingað óráðni.r,
þó að sumir leiti eftir atvinnu bréf-
lega. Komið hefur það fyrir, að þeir
hafi hringt utan úr heimi og spurzt
fyrir um atvinnu á vetrarvertíð hér
í Vestmannaeyjum.
Blik birtir hér til fróðleiks skýrslu
yfir fjölda þeirra útlendinga, sem hér
hafa unnið á vetrarvertíðum undan-
farin 3 ár. Hún er tekin saman efrir