Blik - 01.05.1967, Page 192
Þorsteinn Þ. Víglundsson:
EYJABÚAR í ATVINNULEIT
Blik hefur á undanförnum árum
reynt eftir m'egni að halda til haga
ýmsu úr sögu Vestmannaeyja varð-
andi líf og störf fóiksins þar á und-
anförnum áratugum, og stundum
hefur verið skyggnzt lengra aftur í
tímann. Þetta efni ársritsins hefur
notið vinsælda Eyjamanna. Það er
glögg sönnun þess áhuga, er hér í
bæ er ríkjandi á sögu, lífi og starfi
genginna kynslóða í Eyjum. Það er
jafnframt órækur menningarvottur
og íslenzk eigindi.
A síðasta tug 19. aldarinnar fór
það æ meira í vöxt, að fólk af Suð-
urlandi leitaði sér atvinnu á Aust-
fjörðum á vorin, vann þar að sumr-
inu við útgerð og aflaföng en hélt
svo heim, þegar hausta tók, oft með
drjúgan skilding í vasa eftir sum-
afstarfið þar eystra. Eg minnist þess
frá berrisku- og æSkuárum mínum,
að fólk úr Eyjum gat sér jafnan
mikinn og góðan orðstír þar eystra
fyrir dugnað og skylduraékni við dag-
leg störf. Fáir þóttust sviknir af því
'starfsliði. Enn eru mér í minni marg-
ir Vestmannaeyingar frá fyrsta og
öðrum áratug aldarinnar okkar, —
menn sem þá voru á léttu skeiði, en
eru nú æði aldraðir orðnir og margir
þeirra horfnir „yfir móðuna miklu".
Svo að ég nefni nokkra kunna
Eyjaþegna mér til gamans og ungum
lesanda mínum ef til vill til aukins
áhuga, þá minnist ég t. d. Sveins
Jóns'sonar frá Landamótum, Hannes-
ar Hanssonar frá Hvoli, Sigurðar
heitins Bjarnasonar frá Búlandi, Sig-
urðar heitins Sigurðssonar frá Fryd-
endal, Einars heitins JónsSonar frá
Garðhúsum, Björns heitins Bjarna-
sonar frá Hlaðbæ (síðar í Bólstaðar-
hlíð), Jóns heitiris Olafssonar frá
Hólmi, Markúsar frá Fagurhól, Jóns
heitins Erlendssonar frá Hjalteyri,
Jóns heitins Bjarnasonar frá Sigtúni
o. m. fl.
Eftir því sem við kynnumst betur
atvinnu- og félagslífi Eyjafólks fyrir
og um aldamótin síðustu, stendur
okkur ávallt ljósar fyrir hugskots-
sjónum þau miklu áhrif, sem Aust-
fjarðarferðirnar, dvölin þar, hafði
á atvinnu og afkomu fólks í Eyjum.
Mætti þar aðeins drepa á iínuveið-
arnar, sem frumkvöðlar þeirra hér
lærðu á Austf jörðum einmitt síðasta
tug síðustu aldar. „Það voru einmitt
þær, sem ráku að fullu hungurvof-
una frá bæjardyrunum okkar Eyia-
búa", sagði eitt sinn merkur útgerð-
ar- og skipstjórnarmaður hér við
mig. Hann var fæddur hér í Eyjum