Blik - 01.05.1967, Page 194
192
BLIK
sumarverkin og framleiðslustörfin.
Þegar farið var að róa á vorin,
breyttist öll t'lvera okkar strák-
anria. Starf hvern dag með tilbrigð-
um og tilbreytingu. Nýtt líf færðist
í kauptúnið, ef eitthvað aflaðist. Ég
hygg líka, að löngunin í nýjan fisk
og lifur eftir tros- og bútungsátið
allan veturinn, hafi átt sinn þátt í að
glæða vinnuviljann og athafna-
þrána.
Þegar ég hafði skafið „Síldina”
utan stafna á milli, tjargaði fóstri
mtnn hana úr hrátjöru, nema efsta
borðið og hástokkinn, sem var mál-
að. Næsta dag var svo bátnum hvolft
upp, svo að ég gæti skafið hann inn-
an og hreinsað.
Fóstri minn hafði ráðið tvo ná-
granna sína til að róa með sér um
vorið, þar til Vestmannaeyingarnir
kæmu austur, en hann hafði ráðið
tvo kunna borgara í Eyjum til þess
að róa á „Síldinni” um sumarið.
Annar þeirra var bróðir fóstra míns,
Sigurður í Frydendal, og hinn Einar
Jótisson frá Garðhúsum, 'bróðir
Olafs Jónssonar, sem enn er í Eyj-
úm hjá ókkur. Sigurður skyldi verða
formaðurinn. Þriðja báfsverjanum
'hefi ég gleymt. Það er bezt að skjóta
því hér inn, ef lesandi minn veit það
ekki, að Sigurður í Frydendal
drukknaði af skjöktbát 'sínum í
Laéknum 10. jan. 1912 í afspyrnu
austanróki. Einnig minnist ég þeirra
stunda á æskúheimili mínu, þegar
sú sorgarfregn barst austur.
Vel aflaðist á „Síldina" þetta vor,
áður en Vestmannaeyingarnir komu
austur, og fékk fóstri minn oft hálf-
fermi og stundum meira í bátinn.
Þegar hann kom að, hafði ég gam-
an af því að kasta upp úr bátnum
kóðunum og stútungunum. Hinir
stærri drættir voru mér ofurefli á
þessu áldurs'skeiði, sem ég var þá á.
Er sjómennirnir höfðu matazt,
tóku þeir að gera að aflanum. Ann-
ar hásetinn haúsaði fiskinn. Hinn
risti á kviðinn og ’sleit innyflin úr
honum. Fóstri minn flatti. Oftast
hjálpaði fóstra mín til við aðgerð-
ina. Flatti hún þá fyrst í stað með
fóstra mínum, þar til hann tók til að
salta fiskinn. Eftir það flatti hún ein.
Allur stútungur eða undirmálsfiskur
— styttri en 18 þumlungar eða um
45 cm — var flattur „í Vorð". Það
var þannig gert, að rist var til hltðar
út úr miðri stritlu, þegar flatt var.
Sá fiskur var lítið þurrkaður og
aldrei himnudfeginn. Þessi Vorð eða
Vord var erlendur fískkaupmaður,
'sem réði þessari flatningu ög vefk-
un á fiskinum.
Allur fiskur var ptékilsaltaður.
Algengustu ílátin til að pækilsalta
í vóru stórar eikartunnur, sem stein-
ol'ía hafði flutzt á til landsins. Sumir
áttu trékör ferhyrnd úr plægðum
gólfborðum.
Ég var látinn slíta lifrina frá slóg-
inu. Oll þorsk- og þyrsklingslifur var
nr. 1, þ. e. fór í 1. flo'kk, hversu mög-
ur og ljót, sem hún annars var. Oll
önnur lifur, svo sem ýsulifur, karfa-
lifur, úfsalifur o. s. frv. var látin í
sérstakt ílát og fór í 2. flokk. Þannig
var lifrin flutt flokkuð í bræðsluna