Blik - 01.05.1967, Síða 196
194
BLIK
framrúm (andófsrúm), kompa og
barki eða stafn. Venjulega var fisk-
urinn fyrst látinn í miðrúmið. Með
bjóðin í skut lá báturinn þá vel, þ. e.
bátnum hallaði þá hæfilega aftur,
svo að austur rann til austurrúms,
en þar var báturinn ausinn með svo
kölluðu trogi, sem tók vel niður í
kjölsogið.
Gæfist meiri fiskur en eitt rúm,
var hann látinn í skutinn og svo
kompu, þannig að báturinn lægi vel,
hallaði hæfilega afmr. Fullt mið-
rúm og skutur töldust tvö rúm af
'fiSki. Það var um það hálffermi. Þá
var kompan og andófsrúmið eftir.
I austurrúmið var auðvitað aldrei lát-
inn afli, því að þar var ausið. Væri
hvergi náð til au'sturs í bátnum, var
dauði vís.
Þegar aðgerð var lokið, hófst beit-
ing línunnar, þá reyndi fóstri minn
að nota mig til þess að flýta fyrir
sér og rekja Upp hauginn, þ. e. línu-
ásinn, vinda öngultaumana af ásn-
um, ef þeir höfðu snúizt um hann,
Ekki var mér í fyrstu trúað fyrir því
að skera slitna öngultauma af línu-
ásnúm af ótta við, að ég kynni í
b'errisku minni að særa ásinn sjálfan
og skemma þannig línuna, veikja
hana. Það gat leitt til þeSs, að hún
slitnaði fremur í stormi og straumi
og tapaðist gjörsamlega.
Oft var langt á kvöld liðið, þegar
öllu var lokið, svo að svefntími sjó-
mannanna var ekki alltaf langur,
því að róið var oftast upp úr lág-
nætti, þegar góðar voru gæftir. Þó
var það nokkuð háð sjávarföllum,
flóði og fjöru, þ. e. sjávarstraumum,
meðan stundaður var sjór á árabát-
um.
Meðan fóstri minn var ókominn
að á morgnana eða daginn, var það
starf mitt að fara með lifrina úr róðr-
inum daginn áður. Oftast kaus ég
heldur að flytja har.a inn í bræðslu
á skektunni heldur en að aka henni
eftir Strandveginum á hjólbörum.
Leiðin lá inn með fjarðarströndinni,
inn fyrir Vík, þar sem bræðsluskúr-
inn stóð með gufukatli og pottum
og risavöxnum trétrektum, að mér
fannst, sem lifrin var sett í og brædd
í með gufu. Allt fannst mér smita í
grút og brækju.
Gaman var að vera á sjónum og
róa í sumarblíðunni. Það var líka
ólfkt karlmannlegra starf en hjól-
böruakstur, fannst mér.
Eg og bræðslumennirnir, Lárus
Waldorf og Jónás gamli Matthías-
son, vorum góðir kunningjar. Þeir
voru báðir nágrannar mínir. Marg-
an lýsissopann drakk ég hjá þeim,
þegar ég færði þeim lifrina. Um ára-
'bil átti ég geymdan hjá þeim sér-
stakan bolla, sem ég drakk úr lýsið.
Stundum var hann hálfur eða vel
það, stundum var minna í honum,
alveg eftir lyst minni hverju sinni.
Þetta blessað vor leið fljótt, því
að blíðskaparveður var hvern dag
og afli nægur.
Svo leið að því. að von var á
„Botníu" að sunnan með sunnlenzka
fólkið og þar á meðal Vestmanna-
eyingana, sem áttu að róa á „Síld-
inni".