Blik - 01.05.1967, Page 197
BLIK
195
Þetta var fagur sunnudagur.
Frétzt hafði, að „Botnía" væri
væntanleg um kvöldið.
Eg fór í kirkju með fóstra mínum
eftir hádegið, svona til þess að sýna
mig og sjá aðra eins og gengur, —
suma aðra. Allan þorra kirkjugest-
anna hafði ég engan sérstakan hug
til að sjá, þó að ég þekkti þá alla,
hvern einasta, smáa og stóra, unga
og gamla. Hver þekkir brátt annan
í fámenninu.
FÓstri minn gerði það fyrir mig
að sitja uppi á lofti í kirkjunni innst
við rimlana. Þar kaus ég mér helzt
sæti, því að þaðan gat ég séð til dyr-
anna, séð hitt kirkjufólkið koma inn
um dyrnar, athugað fas þess og för.
Þaðan gat ég líka sáð hana Siggu
litlu á Sæbóli, sem var á aldur við
mig. En hún kom oft í kirkju með
'henni mömmu sinni, sem var mikil
ltunningjakona fóstru minnar, og
þær kysstust alltaf, þegar þær hitt-
ust, sem stundum var á hverjum
degi.
Ekki vissi ég eigin'lega, hvernig á
því stóð, að ég hafði me'ita ánægju
af að sjá hana Siggu af öllum telpun-
um í kauptúninu. Gat það verið, að
ég væri ástfanginn af henni ekki
eldri en ég var?
Þetta var þá erindið mitt í kirkj-
una. En þa"J sagði ég ekki fóstra
mínum, ekki einu sinni honum, sem
var þó bezti maðurinn, sem ég
þekkti á jarðríki og unni sem góð-
um föður.
Ræða prestsins hefur sjálfsagt ver-
ið hugnæm og góð. Það vissi ég ekki,
Gat hann verið ástfanginn, ekki eldri en
hann var, aðeins 10 ára.