Blik - 01.05.1967, Side 198
196
BLIK
því ég heyrði hana ekki. Var annars
hugar. En nokkrum árum síðar
'skildi ég það og vls'si, að hann flutti
söfnuði sínum góðar kjarnaræður.
Þá hafði hann fermt mig. S'einna
gifti hann mig líka.
Þegar messu var lokið, og við
gengum frá kirkju, vildi fóstri minn
skreppa út fyrir KVÍabólslækinn, út
í Keláskúrana, sem svo voru kallaðir
eftir eiganda sínum. Þar bjó ein-
'setukarl, Þorkell að nafni. Hann var
Færeyingur. Hann hafði bygggt
þessa skúra til þess að leigja þá Fær-
eyingum á sumrum, þegar þeir gerðu
út frá Norðfirði, eða þá Sunnlend-
ingum, þegar þeir gerðu þar út
árabáta, sem stundum kom fyrir.
Fyrir mitt minni hafði Keli gamli
búið í þessum skúrum. Hann var
jafnan glaður í bragði, fróður og
ræðinn. Margir höfðu gáman af að
heimsækja gamla manninn og skegg-
ræða við hann um heima og geima.
Eg minnist þess, hversu Kela
gamla var í nöp við presta. Sérstak-
lega var honum lítið um sóknar-
prestinn, fannst mér. Einhvern veg-
inn hafði ég hugboð um, að ástæð-
urnar fyrir þéssari óvild væru við-
skiptalegs eðlis. Þoíkell Færeyingur
mun hafa selt présti „Vorðarann''
sinn, þegar prestur stundaði fisk-
kaup, var fiskkaupmaður á Neseyr-
inni. Og líklega hefur Kela gamla
þá þótt presturinn helzt til mann-
legur í þeim viðskiptum.
Fyrst ræddu þeir fóstri minn og
Keli um útgerð og afla, daglegt líf
í kauptúninu, hið væntanlega starfs-
fólk af Suðurlandi og svo auðvitað
veðráttuna, sem er hið þjóðlega og
'sjálfsagða umræðuefni, þar sem
kunningjar hittast. Síðast barst svo
tal þeirra að messunni um daginn og
kirkjusókninni. Keli gamli bað
’fóstra minn að tjá sér eitthvað úr
stólræðunni þennan dag. Jú, það, gat
hann gert með ánægju, því að hann
hafði mikinn áhuga á andlegum
m!álum, hugsaði um þau, vó þau og
mat og dró svo sínar ályktanir.
Prestur hafði flutt mjög athyglis-
verða ræðu, táldi fóstri minn. Hann
hafði m. a. áminnt sóknarbörn sín
um heiðarleik í orðum og athöfnum.
Heimurinn fór æ versnandi, háfði
hann sagt, enda var préstur sjálfur
nú nokkuð við áldur. Allt viðskipta-
líf, sagði hann, yrði stöðúgt sorugra
og sífellt meir lævi blandið. Til
dæmis um það kvaðst prestur hafa
1‘ánað manni nökkrum þar í kaup-
túninu eitt hundrað krónur fyrir
nokkrum árum, og ógreiddar væru
þær enn, þrátt fyrir margar inn-
heimtuatlögur af prestsins hálfu.
Þegar hér var ‘kömið frásögn
fóstra rníns, er mér Kéli gamli sér-
stáklega minnisstæður. Þarna sat
hann snöggklæddur á rúminu sínu
ofan á brékáninu, sem breitt hafði
verið yfir það. Hann hafði auðsjá-
anlega legið uppi í því um daginn,
éf til vill fengið sér þar miðdegislúr,
meðan á messu stóð. — Feitlaginn
var hann nokkuð og grár fyrir hær-
um. Ennið hátt, enda hárlaust orðið
upp á skalla. Nefið stórt og gran-
stæðið vítt. Munntóbakstaumar