Blik - 01.05.1967, Page 202
200
BLIK
Oft heyrði ég það haft á orði, að
lestaflíf þetta einkenndist af sukki
og ólifnaði. Drykkju'skapur karl-
manna mun oft hafa verið mikill á
ferðum þessum. Af honum stafaði
mikið amstur, ónæði og illindi á
'stundum, eins og fyrr og síðar. Um
drykkju'skap kverífólks heyrði ég
ékki getið á ferðum þessum. Um-
hverfið allt fannst mér ömuriega
fátældegt, blærinn yfir því bera þess
vott, hversu íslenzka þjóðin var um-
komulaus, lítils megnug og lítils
virt. Ég mun hafa skilið þetta allt
betur síðar, er ég eltist og óx að
skilningi og vitglóru.
Aður en „Botnía" létti akkeri og
fór, hafði fóstri minn ráðið til sín
a. m. k. tvo sjómenn sunnlenzka,
annan „upp á fullt kaup", hinn „upp
á hálft kaup og hálfan hlut". Ltk-
lega hafa báðir þessir menn verið
Vestmannaeyingar, þó að ég sé bú-
inn að gleyma því. Ég álykta svo af
því, að Sigurður í Frydendal og Ein-
ar í Garðhúsum bentu fóstra mínum
á mennina og veittu lið sitt við ráðn-
ingu þeirra.
Tyrkneski hnappurinn
í Byggðarsafni
Vestmannaeyja
Fyrir mörgum árum fannst steyptur treyjuhnappur í kálgarði í námunda við Strand-
veginn hér í bæ ekki langt frá Mandal. Hnappurinn fannst vor eitt, þegar garðurinn
var pældur. Á honum, sem er úr eirblöndu, er hálfmáni og stjarna.
Sumir hugsa sér hnappinn orðinn þannig til í Eyjum:
I Tyrkjaráninu 17. og 18. júlí 1627 fundust þeir Eyjabúar, sem ekki vildu láta
hlut sinn fyrir ræningjunum fyrr en í fulla hnefana. Sviftingar hafa átt sér stað milli
Islendings og ræningja og hinn fyrri slitið treyjuna frá ræningjanum eða jafnvel rifið
af honum fötin í örvæntingarfullri ofsareiði, og goldið síðan fyrir með lífi sínu. Ef
til vill kosið það heldur en þrældóm í ánauð suður í Afríku.
Við teljum þennan hnapp einn hinn allra merkasta sögugrip, sem Byggðarsafnið
á í fómm sínum. Jón Stefánsson í Mandal gaf Byggðarsafninu hnappinn og á
miklar þakkir skildar fyrir frá öllum söguunnandi Eyjabúum.
Freymóður listmálari Jóhannsson teiknaði myndina af hnappnum. Þökkum við
þá vinsemd.