Blik - 01.05.1967, Page 206
204
BLIK
er víða eðlilegt, virðist sums staðar
jafnvel um of. Hreyfingar mættu
vera mýkri og liðlegri. En þetta eru
gallar, sem trúlega er auðvelt að
bæta úr, einkum þar sem Friðrik
virðist hafa hæfileika. Jóhannes Sig-
fússon bróðir hans hefir auðsjáan-
lega menntaðan dramatiskan sans.
Röddin er djúp og mjög aðlaðandi,
en fremur lág, er hann talar. Ásdís
Jesdóttir leikur sitt hlutverk mjög
jafnvel allan leikinn. Fjörið og gásk-
inn t. d. en höfuðhneigingarnar
mættu þó vera aðeins minni. Hún er
orðin vel sviðsvön og ber fas henn-
ar og framkoma þess ljósan vott.
Jónheiður mætti vera ákveðnari og
aðsópsmeiri í hlutverki hinnar
slyngu héraðsdómsfrúar, sem á að
vera betri — a. m. k. gáfaðri —
helmingur bónda síns. Magnea Sjö-
berg er mjög samvizkusöm í sínu
hlutverki og leysir það vel af hendi.
Hún er gædd miklum yndisþokka og
nær ágætlega að túlka hina draum-
lyndu Frk. Láru. Loftur Guðmunds-
son hefir leikið nokkuð áður og
lagt stund á framsögn og ber rödd
hans og áherzlur þess ljósan vott.
Hann sýndi vel tvískinnungshátt
flagarans Vermundar. Var leikur
hans víða glæsilegur, en annars stað-
ar mátti hann gjarna vera líflegri í
fasi og hreyfingum. — Árni Gísla-
son er gamalkunnur leikhúsgestum
hér. Hann er ekki margbrotinn leik-
ari en hann hefir ávallt náð góðum
tökum á þeim hlutverkum, þar á
meðal Héraðsdómaranum í Ævintýr-
inu.
Þetta eru aðeins hugdreifar um
leikinn en gagnýni lítil.
„Höll" í stað „Gúttós"
Föstudaginn 9. okt. 1936 héldu
sjálfstæðismenn hér allfjölmennan
fund í Gúttó. Aðalefni fundarins var
að stofna hlutafélag til að koma hér
upp samkomuhúsi, sem væri sam-
boðið kröfum tímans að öllum út-
búnaði, bæði sem fundahús og al-
mennra skemmtana. Þörfin fyrir
slíkt hús var vitanlega mjög aðkall-
andi, þar eð ekkert sæmilegt hús
var hér til fyrir almenn fundahöld.
Undirtektir almennings voru góðar
í þessu efni. Félagið var því stofn-
að og hlaut nafnið Samkomuhús
Vestmannaeyja hf. Menn lofuðu á
fundinum bæði framlagi í vinnu og
peningum við væntanlega byggingu
og urðu efndir þessa miklu meiri en
nokkur hafði hugboð um. Safnaðist
strax mikið fé og var hafizt handa
um bygginguna eftir tvo daga eða
12. okt. 1936. Tvö félög í bænum
lögðu rausnarlega af mörkum við
þetta fyrirtæki, en það voru Kven-
félagið Líkn og Stúkan Bára nr. 2.
Líkn lofaði allstórri upphæð, en
Bára studdi bygginguna með því að
selja hlutafélaginu hús sitt Gúttó
og þar með lóðina undir hið nýja
hús. Var það hin glæsilegasta bygg-
ingarlóð, sem til var í bænum. Vit-
anlega áttu svo þessi tvö félög að fá
forréttindi í hinu nýja húsi.
Þannig segir Víðir 23. okt. 1936.
Sjá nánar um þetta hér á eftir.