Blik - 01.05.1967, Qupperneq 208
206
BLIK
frábrugðin því, er verið hafði í
Gúttó. I þessu glæsta húsi voru
hreinlætisherbergi karla og kvenna,
fatageymslur stórar, skrifstofa Sjálf-
stæðisflokksins og húsvarðar, stórt
og mikið eldhús með rafmagnstækj-
um allskonar, svefnherbergi hús-
varðar o. m. fl. Þá var og minni salur
uppi á loftinu, sem templurum var
einkum ætlaður sem og öðrum fé-
lögum til fundahalda og skemmtana.
Uppi á ganginum var veitingastúka
og gangurinn stór og mikill, ágætt
veitingarými. Breytingin var býsna
mikil orðin, húsið allt vel gjört,
teiknað af Gunnlaugi Halldórssyni,
arkitekt, syni Halldórs læknis Gunn-
laugssonar. Menn keyptu mikið af
hlutabréfum í hinu nýja fyrirtæki,
Samkomuhúsi Vestmannaeyja hf., og
var nafnverð bréfanna frá 25 til
1000 kr. Margir höfðu lagt til vinnu
í byggingu hússins, mörg dagsverk,
menn keyptu fleiri en eitt og tvö
hlutabréf og allt gekk að óskum.
Kvenfélagið Líkn lagði fram 20
þús. kr. og tryggði sér þann veg hús-
næði fyrir fundi sína og fleiri þæg-
indi.
Þetta hús var í augum almennings
stór og mikil höll, enda í daglegu
tali nefnt „Höllin",og umsjónarmað-
urinn jafnvel nefndur „Hallardraug-
urinn", þar eð hann þurfti helzt að
vera í húsinu allan sólarhringinn. Að
sjálfsögðu hafði hann sína skrifstofu
þar, því að mikið var að gera.
Síðar voru svo keyptar í húsið
nýtízku sýningarvélar og allt gert til
þess, að það væri sem bezt.
Samkomuhús þetta var vígt með
pomp og pragt þann 22. jan. 1938
með feikimiklu hófi. Það hóf sátu
líklega 750—800 manns. Allsstaðar
var borðlagt til góðra veitinga: I
stóra salnum, litla salnum, á leik-
sviðinu og ganginum uppi, og
margt af fólki mun hafa verið úti í
Akógeshúsi og hlustaði þar á ræðu-
höldin gegnum hátalarakerfi Sam-
komuhússins.
Margar ræður voru fluttar og
sungin vígsluljóð eftir Magnús Jóns-
son, ritstjóra, o. fl. skemmtiatriði.
Vígsluljóðin voru þannig:
Lag: Yndislega Eyjan mín...
Þessa traustu, háu höll
hefir reist hinn sterki vilji.
Anda og handa átök snjöll
eyða vanda, ryðja völl.
Samtak margra flytur fjöll,
framtak sjálfstætt brúar hylji.
Þessa traustu, háu höll
hefir reist hinn sterki viiji.
Hér er fagurt sjónasvið,
sólspor hlý til beggja handa.
Hér skal vorhug leggja lið,
lyfta menning, efla frið.
Stöndum örugg hlið við hlið
hiklaust mætum öllum vanda.
Hér er fagurt sjónarsvið
sólspor hlý til beggja handa.
Heilsar framtíð húsið nýtt,
heiðrar samtíð glæstu minni.
Hefir verki áfram ýtt
öflug dáð og snilli prýtt.