Blik - 01.05.1967, Síða 209
BLIK
207
Inni bjart og inni hlýtt
öllum fagna salarkynni.
Heilsar framtíð húsið nýtt,
heiðrar samtíð glæstu minni.
Vakið menn og vakið fljóð,
vinnum heil svo meira birti.
Syngjum glaðvær sigurljóð,
sjálfstæð kyndum andans glóð.
Vinnum landi, vinnum þjóð,
verjumst því að aftur syrti.
Vakið menn og vakið fljóð,
vinnum heil svo meira birti.
Það fór von bráðar að bera á ýms-
um ókostum við þessa miklu og
glæsilegu höll. Templarar gátu lítt
unað við þau þrengsli, er þeim voru
sköpuð með aðgangi að fundarsal
sínum, þar eð samtímis fundum
þeirra voru aðrar skemmtanir í hús-
inu, jafnvel á ganginum fyrir framan
dyrnar hjá þeim. Inntaka nýrra fé-
laga í regluna var mjög ábótavant
einmitt vegna ónæðis, og fleiri ókost-
ir mættu templurum þar. í raun og
sannleika gátu stúkurnar ekki starf-
að í húsinu samkvæmt rituali regl-
unnar. Það dró að því, að allt stúku-
h'f lognaðist útaf. Var húsnæðið á-
stæðan til þess? Var hið fyrirheitna
friðland templara í húsi þessu bana-
beð þeirra?
L. V. hafði einnig gert sér glæst-
ar vonir um hús þetta — leiksvið
°g allan aðbúnað. En húsið reynd-
ist allt of stórt fyrir starf L. V. Að-
búnaður varð og á margan hátt ekki
góður og var þó L. V. ýmsu vant i
því efni. Leiksviðið var óneitanlega
miklu stærra en í Gúttó og hafði
margt verið haganlega gert t. d. upp-
gangurinn á leiksviðið og lýsingar-
kerfi að ýmsu leyti. En leiksviðið var
allt of stórt, þar sem ekkert hátalara-
kerfi var í sambandi við það. Lýs-
ing leiksviðsins sjálfs var og ekki
góð. Fótaljós voru í Ijótum og íaus-
um langkassa, mjög óheppilegum,
kastljós voru engin inn á sviðið, og
loftljós aðeins ein stór Ijóskúla.
Himinn var yfir leiksviðsflekum,
sem var ákaflega þungur og erfiður
og ill nothæfur. Kostur var það, að
hægt var að stjórna Ijósum hússins til
hliðar við leiksviðið. Sviðið sjálft
var fyrst ekki gott, en síðar var því
breytt þannig, að það var lengt fram
yfir hljómsveitargryfjuna, sem var,
og gaf sú lenging eða réttara sagt
breikkun leiksviðsins leikurum
meira rými af sviðinu og fram í sal-
inn undir svölunum. Aftast á svöl-
unum heyrðist mjög illa tal leikenda.
nema þeir gættu þess að tala mjög
hátt. Þetta var mjög slæmt. Búnings-
herbergin voru lítil, varast stærri
hvort þeirra en fyrir 3—4 menn að
útbúa sig í til leiks. En svo var syðra
herbergið tekið til afnota fyrir hús-
ið, þ. e. geymslu, og er síðan að-
eins eitt búningsherbergi, þessi litla
kytra. Þá urðu leikendur að láta sér
nægja þetta eina herbergi og nota
svo ganginn fyrir framan búnings-
herbergin. Þarna verða allir að
kúldrast, hve margir sem leika, inn-
an um uppstaflaða bekki, langborð
og búkka, sem tilheyra húsinu. Þarna
er þessvegna oft þröng mikil. Fólkið