Blik - 01.05.1967, Síða 210
208
BLIK
hleypur þarna um hálfklætt og var-
ast það, meðan það er að útbúa sig til
sviðsgöngu eða að koma þaðan og
klæðast nýju gervi eða snyrta sig til.
Astandið þarna er oft all spaugilegt
í þrengslunum og flýtinum, sem er
á öllu, þar eð hver er fyrir öðrum.
Þannig er nú þetta enn að mestu
óbreytt, nema hvað salernið, að ég
hygg, er komið í lag eftir langa og
leiðinlega biíun. Allt eru þetta mikl-
ir ókostir við svo glæsilega höll, mér
liggur við að segja: ósamboðnir ó-
kostur. Og að öllu þessu slepptu, þá
fæst húsið þ. e. leiksviðið helzt aldrei
til þess að æfa þar leikritin, nema
ef til vill einu sinni fyrir allsherjar
prófleik. Það er þá helzt á nóttunni,
eftir að lokið er kvikmyndasýning-
um kvöldsins. Stundum kl. 22.30
eða jafnvel eftir kl. 23.00. Það eru
hreint ekki góðar aðstæður fyrir
leikfélag að búa við þennan aðbún-
að. Menn geta ekki með neinni sann-
girni krafizt mikils af L. V.. Til
þess eru allar aðstæður til leiksýn-
inga allt of slæmar. Erfiðleikana um
allan húsakost þekkja víst allir og
þarf ekki að f jölyrða um það hér. En
þess virðingarverðari er öll viðleitni
til leiksýninga, sem miðar að hollara
og menningarríkara skemmtanalífi í
þessum bæ. Það ættu bæjarbúar að
hafa hugfast.
Undirleik við sýninguna önnuðust
þau Anna Jesdóttir og Oddgeir
Kristjánsson af mestu prýði. Einnig
léku þau milli þátta, sem gerði
manni lífið bærilegra á pínubekkj-
unum í Gúttó.
Leiktjöldin málaði Engilbert
Gíslason af sinni alkunnu snilld.
Var furða hve vel þau nutu sín í
þessu litla húsi. Er synd og skömm
að jafn ágætur listamaður sem Engil-
bert er, skuli ekki eiga völ boðlegra
umhverfis fyrir list sína en „leik-
húsið'' í Gúttó. Hvenær skyldi ann-
ars koma almennilegt leikhús í Eyj-
um, gæsalappalaust leikhús?
Ofanritað er umsögn úr bæjarbi.
Víðir 1936, en þó aðeins útdráttur.
Greinin er undirrituð Árni Guð-
mundsson.
„Alþýðuhúsið"
Ur grein er nefnist Sannleiksvitnið
í Alþýðuhúsinu 31. desember 1936.
Um nær 25 ára skeið hefir félag
þetta, L. V., starfað hér í bænum
Starf þess hefir verið misjafnlega
mikið frá ári til árs, eftir því sem
atvik stóðu til hverju sinni. Flest
leikkvöld á einum vetri munu hafa
verið 37. Vegna kostnaðar við leik-
tjöld, búninga o. fl. hafa þeir, sem
leikið hafa, oftast borið lítið út
býtum og stundum ekkert. En áhugi
meðlima félagsins hefir haldið því
lifandi.
Avallt hefir verið leikið í Gúttó,
og þó að þar væri þröngt, mun á
leiksviði þar hafa sézt leiklist eins og
bezt þekkist annars staðar hérlend-
is t. d. meðan þeirra naut við Olafs
Ottesen og Guðjóns Jósefssonar. A
þessu hausti var ákveðið að starfa og
undirbúningur hafinn. Þegar Gúttó
var rifið en byggt var leiksvið við