Blik - 01.05.1967, Síða 211
BLIK
209
Alþýðuhúsið, sneri Leikfélagið sér
til forráðamanna þess til þess að
spyrjast fyrir um húslán til sjón-
leika í vetur. Var því vel tekið í
fyrstu, sérstaklega af Isleifi Högna-
syni. En er til samninga kom, var
hann utanlands. Tilboð húsnefndar
hljóðaði upp á tæpan 1/3 hluta eða
30% af brúttótekjum félagsins auk
leigu fyrir æfingar svo að þetta hefði
orðið meir en 1/3. Tekjur hússins
hefðu eftir því verið á leikkvöldi,
þegar leikið hefði verið fyrir fullu
húsi rúmar kr. 200.00. Þar sem þurft
hefði öll leiktjöld ný á leiksviðið, sá
L. V. sér ekki fært að ganga að þess-
um kröfum og samþykkti einróma
að leika ekki í húsinu nema að betri
kjör næðust. Gerði þá stjórn félags-
ins gagntilboð, sem var hafnað án
frekari tilrauna um samkomulag.
Má skilja það á svarinu, að þar hafi
mestu um ráðið hin misheppnaða
tilraun þeirra að gera Leikfélagið
pólitískt. Listavinirnir þar hafa á-
litið heppilegra að koma upp póli-
tískum leikflokki. Það á bara eftir
að sýna sig, hvort Vestmannaeyingar
eru að sama skapi ginkeyptir fyrir
því, jafnvel þótt beitt verði öðru til
að byrja með.
Ofanritað er úr grein, er Georg
Gíslason skrifaði í Víðir 31. des.
1936. En þá var leikfélagið í al-
gjöru hraki með húsnæði, þegar
gamla Gúttó var rifið og látið víkja
fyrir hinu nýja samkomuhúsi Sjálf-
stæðisflokksins, sem ákveðið var að
byggja á lóðinni. Þessi leigumál við
Alþýðuhúsið gengu ekki saman og
lýsir greinin, hversvegna það var.
Þótt Gúttó hafi alla tíð verið erfitt
og þröngt til leiksýninga, þá var
þar þó öruggt hæli bæði fyrir leik-
sýningar og æfingar. En menn bú-
ast við og vona, að í hinu stóra og
glæsilega nýja húsi verið fullkomið
leiksvið, góð aðstaða til æfinga og
annar aðbúnaður fyrir leikendur.
Árið 1936 var Georg Gíslason
formaður L. V.
Á 2. páskadag árið 1938 var sýnt
í Samkomuhúsi Vestmannaeyja leik-
ritið Hnefaleikarinn eftir Arnold og
Bach. Leikhúsgestir voru margir og
tóku leiknum vel. Yfirleitt virtust
leikendur fara vel með hlutverk sín.
Áberandi mest var hlegið að hnefa-
leikaranum og skapharðri frú, sem
átti lítilsigldan bónda að förunaut.
Að öðru leyti getur ekki þessa leiks
í blaðinu Víði 1938, svo að erfitt
verður að grafa það upp, hverjir fóru
þar með hlutverk. Leikendur voru
annars flestir gamalkunnir frá fyrri
árum eins og t. d. Georg Gíslason,
sem lék hnefaleikarann, Nikólína
Jónsdóttir, sem lék konu hans. Auk
þeirra Marinó Jónsson, símritari,
Magnea Sjöberg, Hóli, o. fl.
Leik þessum hefur ávallt verið vel
tekið, enda er hann bráðsmellinn
gamanleikur. Leikhæfni Georgs,
Nikólínu og Magneu Sjöberg þarf
ekki að lýsa. Þau fóru öll vel með
hlutverk sín. — Marinó Jónsson var
bráðsnjall leikari, kíminn og léttur.
Koma hans inn á sviðið vakti al-
menna hrifningu.
14